Síðasta ferðin Það var klukkan 14:10 5. desember 1945 að fimm Avenger sprengjuflufvélar hófu sig til flugs frá flugstöð flotans í Fort Lauderdale. Fyrir flugmönnunum 13, var þessi för ósköp venjuleg. Þetta var ekki annað en æfingaflug um nágrennið. Yfirmaður ferðarinnar var flugkennarinn Charles G. Taylor, laurinant. Þeir áttu að fljúga yfir svæði er afmarkast af Bermúda, Florída og Puerto Rico.
Framan af, bar fátt til tíðinda. Skyggnið var gott, og veður með afbrigðum gott, eins og yfirleitt á svæði þessu.
Það var svo klukkan 15:40 að Robert Cox lautinant sem var á flugi yfir Fort Lauderdale að hann heyrði skringileg orðaskipti Taylors við aðrar flugvél í sveitinni. “”Baðir áttavitarnir eru bilaðir, og ég er að leita að Fort Lauderdale“” Svaraði Taylor. Í þrjá stundarfjórðunga reyndi Cox að ákvarða staðsetningu Taylors og beina honum til strandar með stefnu að sól. Síðan tók talstöðvarsambandið við Taylor að dofna, og rofnaði loks með öllu. Síðan rofnaði talstöð Cox með óskiljanlegum hætti. Hann snéri aftur til Fort Lauderdale.
Meðan þetta átti sér stað hafði fjarskiptastöðin í Port Everglades náð slitróttu sambandi við flug 19 og staðfesti frásögn Cox.
Yfirmenn Fort Lauderdale sendu leitarleiðangur innan skamms með 13 manna áhöfn. Þetta var Marinerflugbátur, er gat lent á sjó. En til hans spurðist aldrei framar.
Næstu fimm daga fóru leitarvélar yfir 930 ferðir um svæðið, en aldrei hefur fundist tangur né tetur af flugvélunum sex. Flestir skýra hvarf þessara flugvéla og önnur keimlík atvik sem náttúruleg óhöpp á sjó og í lofti.

Það sem mér finnst hvað kynlegast í þessu er að, hvernig gátu allar vélarnar fimm hrapað af slysförum á klukkutíma.

Ef sjóflugvélin hefði bilað, hefði hún léttilega getað lent á sjónum.

Svo annað er ekki kemur fram í þessu er, að 1972 lenti Boeing 727 í skrytnu atviki yfir þessu svæði. Ekki ætla ég að rekja það, en vélin slapp. Og voru allir farþegarnir sammála um að eitthvað mjög skrýtið hefði átt sér stað á meðan fluginu stóð. Bæði var sjórinn skrýtinn og flugmennirnir kváðu að mælitæki vélarinnar hefðu hagað sér mjög skryngilega.

Þetta er aðeins eitt atvik sem átt hefur séð stað yfir svokölluðum Bermúda þríhyrningi. Hvað er veit enginn, en eitt er víst að það hefur legið í dvala í um 30 ár. Hver veit nema, það taki aftur að láta á sér kræla einhverntímann í framtíðinni.

Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.