Left Hand Path og Right Hand Path er skilgreining sem er uppruninn frá HP Blavatsky sem var Rússneskur Guðfræðingur. Þessar kenningar Frú Blavatsky komu fram í bók hennar The Secret Doctrine sem varð mjög vinsæl hjá þeirri Occult bylgju sem reið yfir evrópu í byrjun 19 aldar. Samkvæmt kenningum HP Blavatsky þá er Right Hand Path sú meðvitaða tilraun mannsins til þess að sameina sjálfið við sitt nánasta umhverfi. Á meðan Left Hand Path var sú meðvitaða tilraun mannsins til þess að viðhalda sjálfinu og styrkja það enn frekar með því að líta inn í sjálfan sig í staðinn fyrir að leita að guðfræðilegum skýringum. Undir Right Hand Path væri hægt að flokka Islam, Kristni og Brahmatrú á meðan Left Hand Path væri Yoga, Tantra og Búddismi. Allt þetta er spurning um skilgreiningar… Hvað er rétt og hvað er gott? Er ég góð manneskja? Hvað er illska og hvað er ást? En grundvallarspurninginn sem við spyrjum okkur öll að er HVER ERUM VIÐ? HVAR ERUM VIÐ? OG HVAÐ ERUM VIÐ AÐ GERA HÉR? Sumir vilja lifa í þeirri von að þeir muni fá endurlausn hjá Guði þegar þeir deyja sem er mjög falleg og indæl hugsun. En aðrir vilja meira þeir vilja vinna með sjálfan sig og finna svörin innra með sér. Sú leið er erfiðari og tekur langan tíma en allt erfiðið ber góðan ávöxt. Í raun skipta þessar skilgreiningar engu máli öll verðum við að gera það upp við okkur hvað við ætlum að eyða ævikvöldinu í. Margir nútíma Guðspekingar hafa sett fram þá kennningu að í byrjun hafi allir menn sem hefðu fylgt kenningum Jesú frá Nazaret verið Left Hand Path. Þeas að frummarkmið Kristningar hefði verið að einskonar vígsla eða innsetningar athöfn þar sem markmiðið hefði verið að verða eftirmynd Guðs.
Þessar kenningar koma meðal annars fram í bókinni The Jesus Mysteries eftir guðfræðinginn Timothy Freke.

Við lifum á þversagnar tímum þar sem heiðnum og kristnum siðum er blandað saman í skemmtilega súpu. En hvers virði eru allar þessar skilgreiningar ef við getum ekki farið eftir þeim sjálf? Hvaða máli skipta táknmyndir? Hver erum við? Hvaðan komum við? Hvert erum við að fara? Þessum spurningum er ekki svarað í umhverfinu þær liggja innra með okkur og þar eru svörin. Við verðum bara að teygja okkur eftir þeim…

Annað orðið Religion er komið af orðinu latneska orðinu Religio sem þýðir að binda. Þannig finnst mér þversögn að vera kalla Church Of Satan trúfélag þar sem það hefur aldrei verið löglega skráð í Bandaríkjunum sem slíkt. Hins vegar er Temple Of Set eina löglega skráða Left Hand Path Félag í Bandaríkjunum. En afhverju orðið Satan? Anton Lavey valdi Satan vegna þess að Satan er sú táknmynd sem samfélagið lítur sem mestan ófögnuð. Þeas að nafnið var góð auglýsing til þess að draga fólk að þessu félagi. Því miður mistókst Lavey að gera það sem hann ætlaði sér að gera í byrjun og leystust þessi samtök upp. Margir félagar Church Of Satan stofnuðu hins vegar ný samtök Temple Of Set. Hlutverk Temple Of Set er að steypa saman fólki með mismuandi hugmyndir hvaðan af úr heiminum sem vildi vinna með sjálft sig og ná enn lengra í því að skilja sjálft sig og umhverfið.

En eins og John Lennon sagði Guð er það hugtak sem við notum til þess að mæla þjáningu okkar í hinu daglega lífi…