Magick eða “alvöru galdur” er hálferð heimspeki sem fjallar um það að fólk geti haft áhrif á umhverfi sitt með hugviljanum einum saman. Eiginlegur upphafsmaður magick mun hafa verið Aleister Crowley. Þó að sumir hafi haft svipaðar hugmyndir um að það væri til “alvöru galdur” þá er það Crowley sem gerði þessa speki vinsæla. Hann bjó einnig til hugtakið “magick” sem skilgreiningu frá orðinu “magic” til að ruglast ekki á sviðsgaldri og alvöru galdri.
<BR>
<BR>
Wicca trúin er ein mynd galdratrúar en hún er hálfgert bland af heimspeki Crowley og hinni fornu trú Drúída (druids). Þau sem stunda skilgreina sig oftast sem “hægri handar galdramenn” en það táknar að þau stunda hvítan galdur. Þeir sem eru vinstri handar galdramenn eru þeir sem stunda svartan galdur. Wicca og aðrar svipaðar galdrartrúr skipta galdrinum niður í háan og lágan galdur. Eins og ég skil þetta þá er hár galdur oftast framkvæmdur með stórum athöfnum en lár galdur er hinsvegar frekar óformlegur. Galdur getur einnig kallast “tungl galdur” sem virkar þannig að framdar eru vissar galdraþulur við fullt tungl en aðrar við hálft. Síðan er til “kerta galdur” sem fjallar að mestu um það að nota kerti í vissum lit og brenna hlut í loganum. T.d. að skrifa á blað “ég vill græða milljón í lottó” og brenna það með grænu kerti eða að taka mynd af óvini sínum og brenna hana með svörtu kerti.
<BR>
<BR>
Síðan er það “Chaos magick” en það er alveg örugglega óformlegasta galdratrúin. Þau sem stunda chaos galdur vilja meina að þau séu mun vísindalegri og rökhugsaðri en aðrar galdratrúr. Þau segja að það skipti engu máli hvaða galdraþulu maður notar, maður geti þessvegna búið til sína eigin galdraþulu. Það sem skipti máli er hversu vel maður nái að sjá fyrir sér markmið galdursins og hve mikla tilfinningar maður notar í hann. Þannig að sá sem stundar “chaos galdur” getur þessvegna notað galdraþulu eftir Gandalf úr Hringadróttinssögu eins og hvað annað. Dæmi um chaos galdramenn eru þeir sem nota “Lovecraftican magick”. Þau sem stunda hann nota efni úr skáldsögum eftir hryllingssöguhöfundinn Howard Phillips Lovecraft. Þó eru það sumir sem trúa virkilega á kraft Lovecraftian galdurs og halda því fram að H.P. Lovecraft hafi verið berdreyminn og dreymt um alvöru skrímsli sem búa í hafinu og hliðstæðum víddum (sem hann notaði í skáldsögum sínum). En það þykir sannað að Lovecraft notaði efni úr martröðum sínum í hryllingssögur sínar.
<BR>
<BR>
Svo eru það þau sem stunda svarta galdur og kalla sig “vinstri handar galdramenn”. Þau eru oft Satanistar og fylgja ráðleggingum Anton LaVey í galdramálum. Og síðan eru það einnig þeir sem stunda Lovecraftian galdur af alvöru. Öfugt við hvítan galdur þá fjallar svartur galdur um það að nýta galdurinn í sína þágu og er hann líklega kallaður svartur vegna þeirrar eigingirni sem hann er notaður í og hins vonda karma sem maður fær af ástundun á honum. Einusinni var því trúað að þeir sem stunduðu svartan galdur hefðu seld Satan sálu sína. Hvítur galdur á að vera í þágu annarra t.d. að hjálpa einhverjum veikum. Svartasta hlið svarta galdurs er líklega bölvunar galdrar sem snúast um það að eyða óvinum galdramannsins.
<BR>
<BR>
Sumir trúa því að galdur geti verið hvítur þó hann sé notaður í eigin þágu. Að galdur sé aðeins svartur ef hann sé notaður við eyðileggingu. Þá er stundum talað um gráan galdur en það er t.d. galdur sem gæti orðið til góðs eða ills. Sem sagt niðurstaða galdursins gæti orðið bæði til góðs eða ills. T.d. þegar einhver biður um pening (hvítur galdur) en í stað þess að vinna í lottó þá deyr ættingi viðkomanda (nú orðinn svartur) og hann erfir pening.
<BR>
<BR>
Vodun trúarbrögðin (voodoo) er einnig hálfgerð galdratrú þó að Crowley hafi ekki haft áhrif á hana. Vodun snýst þó alls ekki aðeins um galdra heldur að mestu leyti um alskyns anda og samskipti við þá. Fólk sem stundar Vodun biðir samt oft andana um greiða (galdur). Það eru líka til svartir galdramenn í Vodun og er mikil hjátrú gangandi í kringum þá. Þeir eiga víst að geta skapað Zombies og látið hluti eins og dúkkur drepa fólk (muniði eftir child's play). Það er sem betur fer hjátrú. Þessir galdramenn nota nefnilega aðeins sérstök lyf til að dópa fólk upp þannig að það hlýðir skipunum þeirra og lætur eins og “zombies”. Og í sambandi við drápshlutina þá eru það líklega bara sjónhverfingar og sögusagnir. Þeir nota einnig brúður í galdra sína og eyðileggja þær um leið og þeir ímynda sér fórnarlamb bölvunarinnar vera að meiðast í raun og veru.