Ég ætla að fjalla um kínversku stjörnuspekina en hún er frábrugðin vestrænni að því leiti að árið þeirra miðast við tunglið en ekki sólina hjá okkur og líka að hvert stjörnumerki miðast ekki við mánuð eins og hjá okkur heldur varir það í 1 ár og því endurtekur hringrás kínversku stjörnumerkjanna sig á 12 ára fresti. Hér ætla ég að fjalla í stuttu máli aðeins um þessa stjörnuspeki.

Ár Rottunnar:

31. janúar 1900 - 19. febrúar 1901
18. febrúar 1912 - 6. febrúar 1913
5. febrúar 1924 - 25. janúar 1925
24. janúar 1936 - 11. febrúar 1937
10. febrúar 1948 - 29. janúar 1949
28. janúar 1960 - 15. febrúar 1961
15. febrúar 1972 - 3. febrúar 1973
2. febrúar 1984 - 19. febrúar 1985
19. febrúar 1996 - 6. febrúar 1997


Rottan hefur mikla persónutöfra en jafnframt árásargjörn. Á yfirborðinu er hún hið mesta ljúflyndi en innst inni ólgar árásarhneigð.

Rottan er sérfræðingur í að koma sér í skringinlegar aðstæður. Smámunasöm er hún og sér oftast fyrst neikvæðu hliðarnar á málum. Rottan er mikil félagsvera og oftast finnur maður hana í stórum vinahópi og alls kyns mannfögnuðum. Ekkert elskar Rottan meira en að skiptast á slúðri og hún á marga kunningja en fáa vini. Rottan dylur tilfinningar sínar og treystir engum fyrir sínum dýpstu leyndarmálum.

Rottan er mikill tækifærissinni og allt sitt líf reynir hún að hagnast á umhverfinu. Einnig hefur hún ótakmarkaða persónutöfra sem erfitt er að standast.

Rottan getur ekki neitað sjálfri sér um neitt og því eru fjármálin oftar en ekki slæm, en samt þegar allt kemur til alls er Rottan mjög útsjónarsöm með þá peninga sem hún hefur. Heiðarleiki skiptir hana miklu máli og berst Rottan fyrir hann út í rauðan dauðann. Rottan kýs frekar að vinna með huga fremur en hönd. Nískupúki er Rottan oft við alla en aldrei sjálfa sig og eyðir hún oft litlu í náungann. Rottan getur orðið snjall stjórnmálamaður eða listamaður.

Rottan passar best í hjónaband með Dreka eða Uxa. Með Apanum gæti Rottan átt í skemmtilegasta ástarsambandi lífs síns.
Rottan skal varast hjónaband með Hesti eða Ketti.

Rottan mun njóta áhyggjulausrar barnæsku og unglingsára, en síðan byrjar lífið að verða stormasamt. Þegar elliárin færast yfir mun Rottunni aldrei hafa liðið betur.

Rotta fædd að vetri til mun eiga erfiðara uppdráttar heldur en Rotta fædd að sumri til.



Steingeit: Alvarleg Rotta. Erfitt að pretta hana.

Vatnsberi: Rottan með rithöfundarhæfileikana. Mjög gáfuð Rotta.

Fiskur: Dagdraumamanneskja sem telur sig geta allt.

Hrútur: Skapmikill. Ávallt í viðbragðsstöðu.

Naut: Heillar alla og hrífur upp úr öllu valdi.

Tvíburi: Lendir aldrei í gildru. Með ótrúlega mikla þrautseigju.

Krabbi: Dagdraumamanneskja sem hefur ekki efni á því.

Ljón: Margbrotinn persónuleiki. Verður að finna sjálfa sig og passa að lenda ekki í gildru.

Meyja: Tilraunarotta. Kemst alltaf úr vandræðum

Vog: Diplómatinn. Sama og engin árásargirni.

Sporðdreki: Rottan sem skilur eftir sig rjúkandi rústir. Mjög árásargjörn.

Bogamaður: Tekst flest allt sem hún tekur sér fyrir hendur og nær jafnvel að koma fjármálunum í lag.