Sælir Hugarar

Hérna eru nokkrir hlutir sem að ég hef týnt saman í gegnum árin, njótið vel.

Mannkynið hefur lengi vel trúað á Vampírur. You know, þeir dauðu sem að eru sagðir rísa upp úr gröfum sínum á nóttunni til að nærast á blóði hinna lifandi. Nafnið vampíra er komið frá búlgarska orðinu vampir. Annað orð yfir vampíru er nosferatú.

Vampírur búa yfir gríðarlegum mætti og geta m.a. flogið, gert sig ósýnilegar, breyst í þoku, leðurblökur eða önnur dýr og stjórnað rottum, úlfum og frumefnunum (vatn, eldur, vindur og jörð).

Vampírur sofa í kistum og lifa á nóttunni. Vampírur sjást ekki í spegli, komast ekki inn í hús óboðnar, geta ekki komist yfir rennandi vatn, þola ekki kristna krossinn, biblíuna né eitthvað annað kristið og ekki hvítlauk vegna hreinsandi áhrifanna sem hann hefur.

Til að verða vampíra þarf þá vampíra að bíta mann en þá deyr maður eða smitast af djöflinum í henni og verður sjálfur vampíra. Það er líka hægt að verða vampíra með öðrum hætti td. ef að köttur eða eitthvað annað dýr stekkuryfir lík, ef að maður er barn sem fæðist undir vissum fyrirboðum, eða ef að einhver stundar galdra og fremur svo sjálfsmorð.

Það er margt hægt að nota til að verja sig gegn vampírum td. hvítlaukur, járn, korn (þær verða að telja hvert eittog einasta korn). Það eru líka margar leiðir til að drepa þær m.a. með því að afhausa þær, reka tréstiku í hjartaðá þeim, kveikja í þeim, snerta þær með krossi eða öðru trúarlegu tákni, koma þeim út í beint sólarljós eða (ég veit að þetta er mjög undarlegt) stela vinstri sokk vampírunnar, fylla hana af steinum og henda honum út í fljót eða á.

Svokallað ‘'damphir’' sem er vampíruafkvæmi á að geta séð ósýnilegar vampírur. Vampírur kallast einu nafni Börn Næturinnar.

Vampírur hafa um áraraðir verið vinsælt myndefni og eru margar þekktar myndir um vampírur td. Blade, Blade II, Interwiew with a vampire, John Carpenters Vampires, Nosferatu, Shadow of the Vampire og barnamyndin Litla Vampíran.

Ef þið vitið eitthvað fleira um þessar frábæru furðuskepnur látið mig endilega vita.
“don't dream it….. be it!!”