1 - dream recall —1. “Dream recall” lærðu að afturkalla og muna drauma.
Þetta er auðvelt að læra og þetta hjálpar þér líka að læra meira inn á sjálfa/n þig. Seinna leiðir þetta að sálförum eða “Astral projection/OOBE (out of body experiense)”
Dream recall verðuru að æfa í nokkra mánuði, og mikilvægt er að halda dagbók yfir árangurinn.—

Hvort sem þú trúir því eða ekki þá geturðu afturkallað og munað allt sem þig dreymir. Með þessum einföldu æfingum geturðu byrjað að muna draumana þína frá og með fyrstu eða annarri nótt eftir að þú byrjar. Þetta er nokkurn veginn eins og sjálfdáleiðsla.

1. Undirbúningur fyrir háttinn :
Reyndu að slaka sem mest á, það er mjög gott að teygja á eða gera jóga. Settu skrifblokk og blýant á náttborðið eða við hliðina á rúminu.

2. Þegar þú ert alveg að sofna verðuru að segja við þig í huganum aftur og aftur að þú ætlir að muna það sem þig dreymir um nóttina. Ef þú nennir ekki að segja þetta aftur og aftur, þá er gott að taka þetta uppá spólu, sem þú getur svo spilað þegar þú ferð að sofa. Ef þú vaknar einhvern tíman um nóttina, reyndu þá að muna drauminn og skrifa hann strax niður, því ef þú bíður með það til morguns, þá hefurðu gleymt honum.

3. Þegar þú vaknar, skaltu skrifa drauminn niður í smáatriðum, hvort sem hann er í lit, eða svart/hvítu.ekki sleppa neinu atriði úr.

4. Þú verður að halda dagbók yfir draumana, þú átt eftir að verða undrandi því oftar en ekki er mikið samhengi í draumunum og þeir hafa oft eitthvað táknrænt að geyma.

Seinna meir, þegar búið er að ná góðum tökum á þessu er hægt að læra að vita þegar þér er að dreyma og stjórna draumunum… ég skrifa kannski grein um það seinna.


Þetta er auðvitað ein af ótal aðferðum, ég er bara að sýna ykkur dæmi.