Ég hef verið hér á huga og lesið margar skemmtilegar greinar og að sjálfsögðu mun ég halda því áfram. Gaman að sjá og heyra hvað unga fólkið er áhugasamt og djúpt í pælingum sínum. Já ég vildi að það hefði verið svipað samfélag þegar ég var á aldrinum 13 - 30 ára :-)
Á mínum ungdómsárum var mikill feluleikur og allt svolítið spúkí.
Maður var sko ekkert smá myrkfælinn í þá daga.
Nú aðalatriðið með þessari grein er að þakka allar skemmtilegu greinarnar og skoðanaskiptin, það var verst hvað ég hafði lítinn tíma. Hef verið að vinna mikið undanfarnar vikur.
Ég var meðal annars að opna spjallrás sem er eingöngu um andleg og dulræn málefni ! Það er svolítið öðruvísi umhverfi en hér og virðist vera meira af fólki um og yfir 30. Stjórnendur hafa starfað við andleg mál á ýmsum sviðum og eru með töluverða reynslu og þekkingu. Það sem við erum að bjóða uppá eru fróðleiksmolar sem eingöngu hafa verið á námskeiðum hjá okkur. Ég býð ykkur velkomin að kíkja og að sjálfsögðu væri það aldeilis æðislegt að fá gott eða spennandi innlegg frá ykkur þar. Mér finnst sjálfri æðislegt að hoppa hér á milli.
http://www.geislinn.is/spjall
ef þið hafið einhverjar spurningar ´???
Kveðja geislinn