Ef þig dreymir eitthvern lit þá hefur það oftast eitthverja merkingu og hér er allir litir sem ég veit merkingu á en ég veit líka merkingu á fleiru í draumi en litum látið vita ef þið viljið fá að vita eitthvað annað en liti t.d. nöfn.

Merking lita:
Gulur: Er sagður neikvæður litur í draumi, oft fyrir veikindum og erfiðleikum.
Rauður: Flestir segja að fallega rauður litur sé fyrir sól og góð virði.
Grænn: Þýðir oftast að vonbrigði séu nálægt.
Blár: Draumar með fögrum bláum lit, sem lýsir upp allt umhverfið, benda til þess að dreymandinn eigi eftir að ná miklum sálarþroska. Svipað gildir um fjólublátt. Dreymi mann vini sína bláklædda er hætt við að þeir verði fyrir sorg. Hins vegar er algegnt að mann dreymi framliðið fólk bláklætt og kemur það ekki að sök. Stundum eru blá föt tákn um trú og háleitar hugsanir. Álfkonur voru á tíðum bláklæddar.
Svartur: Óheillalitur í draumi.
Hvítt: Flestum til hamingju. Hvítur fugl á flugi boðar lukku, einkum ef þú nærð honum. Getur líka táknað barn.
Fjólublár: Fjólublá föt tákna túleysi.
Bleikur: Fyrir utan það að bleikt tengist stúlkubörnum er það ekki talið gott draumatákn. Sumt dulrænt fólk segir þó bleikt tákna trúarstyrk og nálægð góðra afla. En í hversdagslífinu fylgja þess konar hugsanir oft sorgum og sárri reynslu. Þess vegna er bleikt einnig talið tengjast dauðanum. En sé liturinn fallega rauðbleikur boðar hann gott, vísast rætast óskir þínar.

Vona að þetta hjálpi sumum !
kv. misty