Hér fyrir neðan koma útskýringar á hvernig túlka má liti (sem þú tekur sérstaklega eftir) sem koma fram í draumum.

Svartur : Myrkur, hið óþekkta. Gefur til kynna dauða, syrgjanda, leyndardóma, hatur, blindu, hið illa, ótta og óvissu.
Hvítur : Hreinleiki, heilagt, fullkomnun, birta og jákvæðni.
Grár : óljóst, eða í jafnvægi.
Silfur : Birta, réttlæti, hreinleiki, tungl, kvenleiki, vernd, endurspeglun.
Gull : andleg verðlaun, guð, karlmannleiki, sól, uppljómun, gjöf guðanna hvort sem er í formi visku eða getu.
Rauður : Ástríða, losti, ást, orka, máttur, reiði, árásarhneigð, hatur, yfirþyrmandi tilfinningar.
Ljós rauður : eins og rauður bara ekki eins máttugur.
Rauð brúnn : dauði, neikvæðni, hið illa, slæmt karma
Rauð-appelsínugulur : stolt, félagslyndi.
Vínrauður : ástríða, kynlíf
Rósbleikur : sönn ást.
Bleikur : bleikur er tákn ástarinnar. rómantík, góðvild, vinátta.
Ljósbleikur : ungur, barnalegur, hvolpa ást.
Dökk bleikur : Þroski, tryggð, sönn ást, hjónaband.
Brúnn : Brúnn er litur áreiðanleika. Jarðbundinn, náttúrulegur, áreiðanlegur.
Mosagrænn : Afbrýðisemi og græðgi.
Grá-brúnn : Sjálfselska.
Rauð-brúnn : máttur til að ná miklum fjárhagslegum ávinningi.
Blóð rauð-brúnn : græðgi, hræsni, svik.
Ferskjulitur : Ást og viska.
Appelsínugulur : Merkir hugrekki og stolt. Félagslyndi, hetjudáð,vinsældir, kurteisi og virðing.
Dökk-appelsínugulur : minni efnishyggju maður og meira jarðbundinn en pjúra appelsínugulur.
Appelsínu-brúnn : sóðaskapur, leti,
Gulur : gáfur og hamingja.
Grænn : Grænn er litur lækninga. Bendir á vöxt, heilsu, von, sigur, jafnvægi, ferskleika og fæðingu.
Dökk-grænn : þroski, þolinmæði.
Ljós-grænn : nýr vöxtur, æska, möguleikar og heilsa.
Föl-grænn : samúð og veikleiki.
Græn-grár : Öfund, “backstabbing”, ótti og slæm heilsa.
Gul-grænn : Veikindi, hugleysi,
Blár : Blár er andlegur litur. Merkir eilífð, hugsanir og visku.
Dökkblár : að nálgast hærri markmið, viðhalda andlegri ánægju.
Ljósblár : Fólk sem sér þennan lit er vanalega að byrja að ganga nýan andlegan veg.
Fjólublár : konungleiki, helgar sig einhverju, tryggð, andlegur/ miðils/ galdra máttur.