Hvað er The Quabalistic Cross?

QC er ritual sem notað er í ceremonial galdri. Hann gerir áruna þína stöðuga, kemur jafnvægi á og styrkir einbeitinguna. Hann er notaður sem hluti af The Lesser Banishing Ritual of the Pentagram sem er aðferð við að opna hring. Þessi aðferð er notuð bæði í galdrakerfi sem heitir Enochian og Thelema. Þar sem ég hef ekki kynnst fleiri kerfum þori ég ekki að fara með það hvort þetta sé notað víðar.

Þar sem þessi æfing getur verið notuð til að koma stöðugleika á áruna og vernda mann ætti hún að vera notuð fyrir hverja hugleiðslu, “pathworking/viision questing” (og nota sálfarir, “bi-location” eða draumfarir til að ná vissu takmarki), magíska tækni og jafnvel ritúöl. Það ætti einnig að nota hana til þess að “loka” hverju því sem þú ert að gera, hjálpa til við að komast frá öðrum sviðum og víddum, jarðtengja þig og þá orku sem þú hefur náð að kalla fram á yfirvegaðan hátt.

1. Stattu beinn (eða sittu beinn), fætur saman, axlir aftur og handleggir niður með síðum. Snúðu í austur ef hægt er.

2. Andaðu nokkrum sinnum djúpt frá þindinni. Á meðan skaltu ímynda þér að þú vaxir og víkkir út í himingeiminn. Gerðu þetta þangað til þú getur séð þig standa á jörðinni með allan alheiminn umhverfis þig.

3. Með þumalfingri (andi), vísifingri (eldur) og löngutöng (jörð) hægri handar saman, snertu ennið milli og fyrir ofan augabrúnirnar. Tónaðu rólega orðið:

Ateh

og leggðu jafna áherslu á hvorn sérhljóða og ímyndaðu þér að hljóðið berist til enda veraldar. Ateh þýðir “þitt er”.

4. Dragðu hendina, með fingurnar ennþá saman, niður, eins og þú dragir ljós heimsins niður og gegnum líkamann, snertu sólarplexus og tónaðu orðið:

Malkuth

sem þýðir “ríkið” og ímyndaðu þér að ljósið fari gegnum líkamann og niður gegnum fæturna, svo þú sjáir ljóssúlu sem tegyir sig frá himinhvolfinu, gegnum þig og niður í jörðina. Í OTO, sem er galdraregla, segir maður Arwaz við sólarplexus og síðan Malkuth við nárann og er sjálfvalið hvora aðferðina maður notar.

5. Færðu hendina að hægri öxl og tónaðu orðin:

Ve Geburah

sem þýðir “mátturinn” og ímyndaðu þér sprengingu ljóss sem leysir úr viðjum kristallaðan ljósstraum sem teygist endalaust til hægri.

6. Færðu hendina frá hægri öxl að vinstri öxl og ímyndaðu þér aðra sprengingu ljóss til vinstri um leið og þú tónar orðin:

Ve Gedulah

sem þýðir “dýrðin”. Núna hefurðu lóðréttan straum ljóss frá himni til jarðar og annan láréttan milli axlanna sem teygist út í óendanleikann og báðir í gegnum þig.

7. Lyftu báðum höndum upp ti sínhvorra hliðanna, lófar upp. Leggðu síðan hendurnar yfir hvor aðra við hjartað. Tónaðu orðin:

Le Olam Amen

sem þýðir “að eilífu, Amen”. Sjáðu þig fyrir þér sem lifandi, jafnarma kross ljóss.

8. Í lokin skaltu ímynda þér að þú hafir “andað að þér” skæru ljósinu og að þú náir venjulegri stærð.

Þegar þú tónar orðin áttu að ímynda þér að þau víbri gegnum alheiminn.