Hringurinn er mjög nauðsynlegt verkfæri til galdurs. Í fyrsta lagi heldur hann allri ónauðsynlegri orku frá galdraiðkunum þínum. Í öðru lagi verndar hann þig. Verur af lægri tilvistarsviðum dragast að mikilli orku og þrífast á henni og því er nauðsynlegt að gera allar varúðarráðstafanir svo engan skaða beri af. Í þriðja lagi heldur hann þeirri orku inni sem þú ætlar að nota til galdursins á einum stað (inni í hringnum). Það auðveldar þér að hafa stjórn á henni, eykur virkni galdursins og þú verður einnig mun varari við hana, heldur en ef hún flyti út um allt. Í fjórða lagi verður hringurinn eins konar mörk milli heims manna og anda. Til að verða næmari fyrir hinu yfirskilvitlega þarftu að opna þig og eiginlega afklæðast árunni sem að verndar þig. Þá kemur hringurinn að góðum notum. Ef þú ferð rétt að heldur hann öllu óviðkomandi úti en hleypir því inn sem þú vilt að hann hleypi inn. Mjög mikilvægt er að gefa skýr fyrirmæli um hverjir komast inn og hverjir ekki og að átta sig á því hvað það er sem maður hleypir að sér og vita hver áhættan er. Maður er nefnilega mjög varnarlaus þegar maður hefur la´tið niður varnir sínar og því mikilvægt að ekkert óæskilegt komist inn í hringinn.

Ekki skiptir öllu hversu stór hringurinn er. Mestu máli skiptir að þú og það sem þú ætlar að nota komist fyrir og að þú getir athafnað þig án vandkvæða. Helst má eki yfirgefa hringinn í miðjum klíðum, það truflar orkuflæðið, þó vissulega sé hægt að opna dyr ef nauðsyn ber til. Best er að byrja með lítinn hring og stækka hann eftir því sem maður verður reyndari og næmari fyrir orkunni og markalínunni.

Hafa ber í huga að andrúmsloftið í hring er mismunandi eftir því hver gerir hann. Það er líka mismunandi hvernig fólk skynjar hlutina. Sumir sjá liti, aðrir finna víbring og enn aðrir finna hitabreytingar. Mínir hringir eru t.d. heitir og ég gæti verið kviknakin um hávetur án þess að finna nokkuð fyrir því. Hjá vini mínum eru þeir svo kaldir að ég skelf eins og hrísla allan tímann. Hjá öðrum vini mínum finn ég ekki fyrir mikilli breytingu á hitastigi, en ég finn auðvitað hvernig allt verður rólegra eins og í öllum hringjum. Hjá vinkonu minni er pínu svalt en ekkert alvarlegt. Þegar við gerum hring saman er ekki mikil hitabreyting en hann er mjög sterkur samt sem áður og maður getur auðveldlega strokið höndunum eftir markalínunni og fundið fyrir henni. Þannig er mín upplifun. Ég á bágt með að útskýra annarra upplifanir svo ég læt það vera. Ef þú finnur ekki fyrir neinu þá er það í lagi. Ég fann ekki fyrir neinu, nema ró, þegar ég gerði þetta fyrst.

Vona að þetta skýri eitthvað!
Kveðja,
Divaa

P.S. Eins og stendur í fyrirsögninni þá fjallar þessi grein um hringinn efnislega en ekki hvernig á að gera hann. Ég hef í hyggju að fjalla um það síðar meir, en ekki núna.