Góðan og blessaðan daginn,

Okey málið er að um daginn dreymdi mig alveg fáránlegann draum. Hann byrjaði þannig að það kom maður og bauð mér smók og þar sem ég reyki ekki afþakkaði ég það. Þá trylltist maðurinn og madi mig í klessu. Svo lá ég í blóði mínu á gangstéttinni í solldin tíma og þegar ég vaknaði tók ég eftir að það vantaði í mig allar tennurnar. Þær lágu á víð og dreif um stéttin. Svo byrjaði ég að reyna að raða þeim í mig aftur og það bara gekk ekki. Þetta reyndi ég þagað til ég vaknaði .. með allar tennurnar á réttum stað. Ekkert sérstakt hafði gerst um daginn eða neitt. Er einhver tilgangur í þessu að er heilinn í mér bara svona ógeðslega twisted ?

Svo í gærnótt dreymdi mig annan draum. Ég var í Máli og Menningu niðri á Laugarvegi og var að velja mér blýant. Ég bara gat ekki ákveðið mig og þetta tók mig alla nóttina og það endaði með því að ég labbaði út með riiiiisastórannn artline penna.. Er eitthvað að mér eða :P

Allavega … takk í bili

Ádni