Fyrir nokkrum dögu dreymdi mig einkennilegan draum. Mig dreymdi að ég væri þunguð og var komin að því að því að fæða barnið.
Fæðingin tók mjögt langan tíma og fann ég fyrir gífurlegum sársauka allan tíman. Ég hef aldrei fundið fyrir svona mikklum sársauka í draumi. Eftir langa og erfiða fæðingu þá kemur littla krílið í heiminn og var það drengur. Ég varð svo hamingjusöm ég hélt ég myndi springa. Svo var ég spurð hvort ég vildi ekki fá að hitta pabbann. Ég svaraði því játandi en varð fyrir gífurlegum vonbrygðum því að það gengur inn maður sem að ég hef aldrei á ævi minni séð. Ég tala við hjúkrunarkonu og læt hana vita að þetta sé ekki pabbinn en hún þrætir fyrir það.
Maðurinn sem átti að vera faðir barnsins vill endilega fá að halda á barninu og hann vill einnig fá að skoða barnið. Þetta tek ég ekki í mál og hugsa með mér að maðurinn minn verði ekki glaður með þetta.
Draumurinn endar svo á þann hátt að ég fer fram á það að það verði gerð blóðransókn á barninu og kemur þá í ljós að ég hafði rétt fyrir mér allan tíman. Síðan birtist önnur húkka og segir að það hafi verið smá ruglingur sem var á þann veginn að ég hafði fengi vittlaudan pabba inn til mín.


Svona endaði nú þessi draumur.Einkennilegt ekki satt?
Endilega ef að einhver kann að ráða í þennan draum þá er það vel þegið.