Hvernig finnst ykkur dyraverðir almennt vera að standa sig niðrí miðbæ? Ég veit ekki afhverju það er, en mér líkar frekar illa við flesta dyraverði. Núna þekki ég marga sem eru í þessum bransa og fullt af þessum mannskap eru prýðindis fólk. En ég þoli ekki meira en helmingin af þessu liði, margir af þessum gaurum eru ekki einu sinni edrú við vinnuna sína og margir þeirra á sakaskrám. Ég hélt að dyraverðir þurftu að vera með hreina sakaskrá til að vinna við slíkt starf, og sérstaklega ekki vera á eiturlyfjum meðan þeir eru að vinna vinnuna sína. Líka margir af þessum gaurum eru með svo mikla tappastæla að hálfa væri nóg, og oft með endemis ruddalega stæla við mann. Jájá, sumir segja að þeir séu bara að gera vinnuna sína, ég veit það vel, en lágmark finnst mér að þeir séu edrú í vinnuni! Maður vill geta treyst þeim til að vernda staðinn.

T.d. ein reynslusaga sem ég hef, er að ég var á djamminu með vinkonu minni, og einn dyravörðurinn þar var útúr kókaður og snappaði og randomly réðst á hana, wtf? Vill Maður djamma á svoleiðis stöðum?
Available for parties ^-^