Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju allir eru svona æstir í að komast niður í bæ um helgar? Ég hef alltaf gert þetta sjálf, og það verður oftast ekki jafn skemmtilegt og maður vonaðist til. Reyndar verð ég að viðurkenna að þetta átti meira heima hérna fyrir frjálsan opnunartíma, þegar staðirnir lokuðu 3 og allir söfnuðust á Austurstrætinu. Þá voru allir í jolly fíling í partýum, svo klukkan eitt var slökkt á græunum og öllum hent niðrí bæ þar sem hópurinn splundraðist og hver fór í sína áttina. Svona eftir á að hyggja held ég að það hefði verið töluvert skemmtilegra að halda áfram í partýinu fram á nóttina. Gerðist djörf seinustu helgi og ákvað að fara ekki niðrí bæ. Reyndar var þetta ekkert rosa partý, meira svona rólegur fílingur, en þar sem gestgjafarnir ákváðu að fara ekkert, þá ákváðum við nokkrir vinir þeirra að verða bara eftir á meðan þeir djammþyrstu stukku af stað á leið inná reikmettaðan og stútfullan stað niðrí bæ. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að þetta var bara töluvert skemmtilegra kvöld en mörg önnur sem hafa farið í biðraðir og reikingarstybbu. En kannski er þetta líka svona sem kemur með aldrinum. Ég er nú ekkert gömul, jú, kannski miðað við alla þessa 16 ára krakka sem eru að skrifa hérna(er 21). En ég man þá daga þegar maður var 16 og aðalmálið var að verða ógeðslega fullur og gera dauðatilraunir til að brosa framaní dyraverðina til að fá að fara inn. Man sérstaklega eftir skemmtilegum setningum við barinn…fulli strákurinn sem var eflaust 20 ára:“Hvað ertu gömul?”, litla stelpan í hvíta stutta kjólnum:“Hvað heldur að ég sé gömul..?” og vanalega fékk maður svör eins og 18 eða 19 og þá varð maður voða stoltur. Verð reyndar að viðurkenna að maður hefði ekkert á móti því núna að einhver héldi að maður væri átján… tilfinning sem kemur með aldrinum…
Jæja hef þetta ekki lengra.
Ok
Bless