Ég flutti til útlanda í haust til að læra og ég hef farið mikið oftar út á djammið hér en ég gerði heima enda ekkert skilríkjavesen. En fra því fyrir svona 2 vikum þá hef eg verið með svo rosalega þynnku daginn eftir.
Þegar ég drekk er í góðu skapi, finnst allt fyndið og skemmtilegt en daginn eftir vakna ég og er bara hálf þunglynd, finnst eins og ég sé með kvíðahnút í maganum og er með heimþrá og hef það bara ömurlegt.
Er þetta merki um að hætta að drekka eða er eitthvað sme ég get gert