Já það vill svo óheppilega til að ein skærasta CS:S stjarna Íslands lenti illa í því seint á fimmtudagskvöldið. Auddi sem flestir þekkja sem Auddzh! ákvað að vera dálítið klikkaður og drekka áfengi. Auddi mætti í fyrirpartý fyrir busaball Versló með stóra vodka flösku sem hann rændi úr fataskáp föður síns og tók þátt í drykkjuleik.
Til að gera langa sögu stutta þá kláraði Auddi flöskuna.
Loksins komst hann á ballið og var ekki lengi að finna sér sleikfélaga. Því miður fyrir Audda var ímyndaði sleikfélagi hans gæslumaður sem henti honum umsvifalaust í dauðaherbergið.
Þar rotnaði Auddi í svona korter áður en hann byrjaði að kasta upp innihaldi vodkaflöskunnar. Þá var hann sendur á slysó vegna þess að það var talið að hann hefði fengið áfengiseitrun eða einhvurn fjandann. Auðvitað fékk CS:S goðsögnin að fara fremst í röðina á slysó og var stuttu seinna umkringdur læknum á einni stofunni.
Lifir Auddi þetta svakalega ævintýri af? framhald í næsta korki

Bætt við 21. september 2008 - 16:51
nema einhver rotta spoili