Yep, þið lásuð rétt.
Blómstrandi dagar í Hveragerði 14. - 17. ágúst.
Um er að ræða alvöru íslenskt fyllerí og skemmtun.
Aðal djammið er á laugardagskvöldið 16. ágúst.
Brekkusöngur, brenna, flugeldasýning og ball með Á Móti Sól fyrir 18 ára og eldri sem byrjar í kringum 11 leytið.
Minnir að það sé frítt inn á ballið.
Veðrið hefur alltaf verið frábært svo mikið sem ég man þannig ef ykkur langar í góða skemmtun þá mætið þið í blómabæinn Hveragerði.
Svo fyrir þá sem hafa áhuga á að vera alla helgina þá er ágætis tjaldsvæði á svæðinu með góða aðstöðu og ekkert aldurstakmark. ;)
http://www.hveragerdi.is/pages/blomstrandidagar
Bætt við 10. ágúst 2008 - 21:54
Einnig er frítt á tjaldsvæðið alla helgina.
Hér er dagskráin fyrir allt saman:
http://www.hveragerdi.is/pages/blomstrandidagar/dagskra/
