Fari það grábölvað. Nú á gamla máltækið úr vinahóp mínum “reiði mín er eins og ljón” best við.

Þannig er það, að ég var á hverfisbarnum í gær. Smaug þar inn eins og hnífur gegnum heitt smjér, ekki málið. En þegar inn var komið þá byrjaði vesenið.

Ég ákvað að fá mér bjór, eins og fólk gerir oft í bænum, svo ég fer á barinn. Þar pantar vinur minn jafngamall mér sér drykki borgar með peningum og fær þá. Ég panta mér minn bjór og eitt vatnsglas þar sem ég var geypilega þyrstur. Vatnsglasið fæ ég, og bjórinn en ég tek fyrst í vatnsglasið, sný mér undan og klára það. Ég borga með korti.

Þegar ég snéri mér aftur við var bjórinn horfinn.

“Heyrðu, ég bað um bjór líka”

Barþjónninn, sem ég tók núna eftir að var smágerð kona með svart hár og einstaklega tussulegann svip á andlitinu, lýtur á mig og segir ekkert og heldur svo áfram að horfa eitthvað þarna á bakvið á eitthvað sem ég ekki sá.

Svo tekur hún sporið í kringum barinn tekur svona í hendina á mér og segir “komdu hérna!”. Hmmm, hugsa ég og held ég viti hvað sé á seiði, en hún hélt en á kortinu og það vildi ég mest af öllu fá. Öll launin mín þar. ég stoppa hana í stiganum og segi ósköp rólega “heyrðu, viltu ekki láta mig fá kortið?” “Á EFTIR!” var svarið.

okok hugsa ég, ég fæ þó kortið. En þegar við vorum komin í hurðina sleppir hún takinu á hendinni, og tekur svona í hnakkadrambið á skyrtunni minni. Hvurn andskotan er hún að gera? Svo stoppar hún í gættinni og kallar hátt og snjallt: “ÞESSI ER OF UNGUR!” og svona varpar mér til dyravarðanna. Svo lætur hún eitthverja rottu þarna sem var yfirdyravörður fá kortið og gengur í braut.

Nú var virkilega farið að sjóða á mér en ég lét það ekki sjást og spurði rottuna “má ég ekki fá kortið?” “þú átt það ekki!” segir rottan. “jú, þetta er mitt kort” segi ég eins og er. “Já þú getur sótt það á mánudaginn!” Nú var ég ekki sáttur en þá tekur eitthver undirrottan í öxlina á mér og beinir mér undir keðjuna.

Ég er ekki eins mans her svo ég ákveð að fara ekki að bröltast í dyravörðunum neitt og beygji mig bara undir. En þegar ég var að beygja mig undir sleppir helvítis undirrottan öxlinni á mér og tekur í hárið á mér! Í FKN HÁRIÐ!

hvurslags djöfulssins vinnubrögðu eru það? þarna hefði komið sér vel að vera með sverð, og hefði félaginn þá farið í tvennt þá og þegar en ég var óvopnaður og lét því kyrrt við liggja.

Svo þarna stóð ég alslaus fyrir utan hverfisbarinn og geng mína leið með storm yfir hausnum þegar birtist mér bjargvættur úr skýjunum, maður sem ég hafði ekki séð í 5 ár eða meira, Friðrik Lárusson. Eftir að heyra sögu mína tekur hann skarið niður á hverfis, talar við rottuna og fær kortið mitt tilbaka! Lengi lifi maðurinn.

Nú til þess að enda mál mitt skal það hér segjast að allir aðilar í þessari sögu (fyrir utan Friðrik) er hér með á allra svartasta listanum og verða tekin af lífi við fyrsta tækifæri. Óskar dyravörður fær hinsvegar að halda lífi því hann var með mér á leiksskóla og kom hvergi nærri þessum svikum. Hann verður hinsvegar að vinna Andra litla í armbeygjukepnni fyrst.

Barþjónskuntan hlýtur hinsvegar enga miskunn og ætla ég einhvern tíman að launa henni lambið gráa. Ég ætla að taka í hnakadrambið á henni og henda henni útaf mínum eigin bar og hrópa yfir alla röðina: “ÞESSI ER OF LJÓT!” og fleygja henni svo á dyr. Rottan verður einfaldlega tekinn af lífi en undirrottan verður steikt lifandi yfir hægum eldi.

Ef einhver þekkir til þessarar beyglu á efri hæð hverfisbarsins eða kann sögur af henni, endilega deilið.