Ég er bara að spá, ég er með alveg fullt af áfengi heima hjá mér inn í stofu. Fluttum inn fyrir 6 mán og það er ekki komin endanleg niðurstaða hvernig við ætlum að hafa íbúðina þannig í augnablikinu er hún pínu óskipulögð. En semsagt, ég geymdi hluta af áfenginu mínu í einum glugganum í stofunni af því að það komst ekki allt upp í hillu, en þetta er svo asnalegur gluggi að við þyrftum að sérsnýða gardínur í hann og við nennum því ekki.. Allavega ekki strax. Svo ég var að spá hvort að sólin eyðileggi áfengið? Þetta eru líkjörar frá Bols, Baileys, Malibu, Bacardi og fleira. (Enginn bjór, enda væri hann bara í ísskápnum).