Flass 104,5 kynna með stolti einn sögufrægasta plötusnúð allra tíma, DJ SAMMY á Íslandi. Dj Sammy er maðurinn sem færði okkur lög eins og Heaven og Boys of Summer mun koma til Íslands og spila á 3 tónleikum á vegum Steríó.

Þann 4. april mun Dj Sammy troða upp á tveimur kvöldum í hinum frægu Heaven Partýum á skemmtistaðnum Broadway.
Annarsvegar er um að ræða tónleika fyrir aldurinn 16 ára og eldri og hinsvegar fyrir aldurinn 20 ára og eldri.
Ásamt Dj Sammy munu Merzedes Club og tveir af efnilegustu plötusnúðum Íslands koma fram, þeir Sindri BéEmm og Frigore (úr Plugg‘d). Þess má geta að Merzedes Club munu frumflytja nýtt lag á kvöldinu.

Laugardaginn 5. april mun hann síðan fara norður yfir heiðar og skemmta landanum í höfuðborg norðurlandsins, nánar tiltekið Sjallanum Akureyri og verða þeir tónleikar fyrir 18 ára og eldri.
Þeir Sindri BM og Leibbi munu sjá um hita upp fyrir Dj Sammy á Sjallanum.Reykavík - Broadway - Forsala í Skór.is
16 ára + / Miðaverð 2500 / Húsið opnar: 20 / Húsið lokar: 23 /
20 ára + / Miðaverð 2500 / Húsið opnar: 01 / Húsið lokar: ? /

Akureyri - Sjallinn - Forsala í Gallerý
18 ára + / Miðaverð 2500 / Húsið opnar: 24 / Húsið lokar: 04 /
Elska þig !