Já eins og nafn þráðarins gefur til kynna snýst þetta einfaldlega um drykkjuspil. Eflaust margir hér sem vita um margar tegundir þeirra og því vil ég forvitnast, hvað er uppahálds drykkjuspilið ykkar sem hefur virkað vel í partýum og hvers konar partý var þetta þá(s.s. góðir félagar, bekkurinn, félag sem þú æfir með eða hvað). Væri til í ef einhverjir kæmu með nokkur góð og bentu um leið á link á reglur spilsins ef til er á netinu.