Var 15 ára ungur piltur á Blönduósi með systur minni í heimsókn þar. Á þeim tíma var ég ekkert með í búsinu svo ég vissi ekkert hvað myndi gerast… en þetta var náttúrulega á Blönduósi!

Um kvöldið komu vinir systur minnar, náttúrulega með áfengi og komust þeir stuttlega að því að ég væri algjörlega óreyndur sötrari. Auðvitað urðu þeir spenntir og umkringdu mig svo hópþrýstingurinn var alveg gífurlegur og ég drakk minn fyrsta bjór. (Komst að því að þykja bjór góður þyrfti að vera áunnin)

Ekki leið á löngu þar til ég fór að finna á mér.. svo ég drakk næsta bjór með mikilli áfergju. seinna um kvöldið héldum við á leið í félagsheimilið. Rosa stuð þar! Pakkfullt af fólki! Ég byrjaði að faðma mann og annan. Vinir hennar sáu til þess að ég lenti ekki í vandræðum við neinn svo ég slapp heppilega úr klóm nokkra einstaklinga.

Það byrjaði að við sátumst niður, sötruðum meir (Ég fékk einhverstaðar að komast í captein morgan) og tala um… eitthvað sem ég man bara alls ekkert eftir! Þá leit allt út fyrir eins og að vera um borð í skipi. Ég sikk-sakkaði um gólfið og byrjaði að dansa (Og má ég segja að ég kann bara ekki að dansa.) Að sögn systur minnar byrjaði ég að reyna við einhverja stelpu og kærasti hennar var bara beint á móti mér… sem betur fer skárust þeir aftur í leikinn. Næstum undir lok var ég að syngja með gömlum manni lögin sem hljómsveitin glamraði… ég kunni ekki flest lögin svo ég raulaði bara eitthvað.

——


Morguninn kom og ég get ekki lýst þjáningunni nema ólýsanlegri ólíðan + höfuðverkur + verkir. Ég var veikur í tvo daga en sé samt ekki eftir neinu.

Alltaf gaman að segja frá sinni reynslu og það vantar fleiri sögur :3