Kate Moss hélt upp á 33 ára afmælið sitt á þriðjudaginn með því að eyða um 700.000 krónum á 24 tíma djammi. Hún byrjaði fjörið heima hjá sér og drakk kampavín með vinum sínum.
Moss tók sér þrjá tíma í að gera sig klára áður en hún fór út að hitta Pete Doherty á Scott´s oyster bar í Mayfair hverfinu í London. Þar borðuðu þau sjávarrétti og drukku meira kampavín.
Heimildarmaður sagði Daily Star að máltíðin hefði gengið vel þangað til Pete vildi ekki ræða framtíð þeirra.
„Kate vildi ræða nýtt heimili fyrir fjölskylduna. Hún hefur einnig áhuga á að eignast annað barn. Pete vill fara í villta og rómantíska ævintýraferð um Bandaríkin. Hann var líka pirraður vegna þess að hann vildi pylsu og franskar en ekki ostrur," sagði heimildarmaðurinn.
Kate skipti um föt og skellti sér í Soho til að sjá vin sin Rhys Ifans í Don Juan. Þaðan flutti hún skemmtanahaldið á China Tang veitingahúsið. Þar sem hún og félagar hennar drukku nokkrar flöskur af Cristal kampavíni, sem kosta um 62.000 krónur flaskan. Með Kate voru Pete Doherty, Sadie Frost, Paul Simonon fyrrum bassaleikara Clash og eiganda TopShop Sir Philip Green.
Pete, sem þurfti að mæta fyrir rétt daginn eftir, yfirgaf samkvæmið fyrir miðnætti en Kate var staðráðin í gera sem mest úr afmælinu sínu.
Stúlkan er sögð hafa farið út af staðnum rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina og skilið eftir reikning uppá 330.000 krónur sem eigandinn David Tang þurfti að taka á sig.
Þaðan fór hópurinn aftur heim til Kate þar sem þau dönsuðu við Rolling Stones og drukku Tequila slammer til tíu um morguninn. Kate lagði sig svo aðeins áður en hún fór í verslunarleiðangur sem endaði á knæpu í Norður London og gleðin hélt áfram.
Já, það er það sem ég held.