Um páskana á þessu ári töluðum við vinkonurnar um að fara í næsta bæ til að fara á ball með hljómsveitinni Sixties… Eftir langar þrætur um hvernig við ættum að komast í næsta bæ, enginn átti bíl. Allir vildu drekka, ég náði að sannfæra stóra bróðir minn að fara með okkur, en kauði vildi drekka, sagði að ég fengi að keyra bílinn hans og ég ákvað bara slá til, það virkaði voðalega erfitt fyrir hina að fara edrú a ball og ég get alltaf skemmt mér án áfengis.
Á leiðinnin á staðinn sem var voðalega spes, þurfti ég að stoppa 3x til að ein stelpan gæti ælt, þess má til gamans geta þá bað hún mig að snúa við og skutla sér heim þegar í næsta bæ var komið (30 km takk fyrir) en hún kom með á ballið og fékk sér meira að drekka.
2 stelpurnar fóru eitthvert og tala við fólk, stóri bróðir minn hitti gamla félaga, þannig ég og góð vinkona mín fórum bara á dansgólfið og eyddum dágóðum tíma þar. Jæja svo brutust út einhver leiðindi, bróðir minn blekölvaður og einhver ýtti á hann og hann ýtti bara til baka og þá ýtti hinn gaurinn fast til baka og bróðir minn datt, ekki nóg með að hann datt heldur datt hann á míkafónastandinn, og míkrafónninn beint í andlitið á söngvaranum, sem lá í nokkrar mínútur, ég alveg stórskelkuð hljóp og sótti bróðir minn og dró hann út, bara hingað og ekki lengra, við skyldum nú fara heim. ég fór aftur inn til að sækja vinkonur mínar, ein vinkonan var mjög samvinnuþýð og hún fór fyrst út og passaði að bróðir minn færi ekki aftur inn. Hinar 2 voru endalaust erfiðar, náði einni út og fór aftur inn til að finna hina, og þegar komið var með hana út var hin stunginn af inn aftur… þannig gekk þetta heillengi og ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig ég hafði orku í þetta… loksins þá náði ég þeim út, þá var bróðir minn blóðugur og í rifinni skyrtu. þá hafði kauði verið kýldur!! En við komumst heim á leið, reyndar svona 2 klst. seinna en ég hafði vonast!!

Eftir þetta ákvað ég að ég yrði nú aldrei driver aftur, suckar!!

þess má til gamans geta þá daginn eftir spurði bróðir minn af hverju hann væri með sprungna vör og mundi ekkert eftir slagnum né að hafa rotað söngvarann!!! hann er sannkallað fokkfeis!!
Ofurhugi og ofurmamma