Ég var að hanga hjá félaga mínum um daginn þegar einn kunningi okkar kemur í heimsókn, vel fullur og fer að spjalla við okkur. Engin sæti eru laus þannig hann sest upp við vegginn.

Nú, við erum svona 5-6 í herberginu og enginn tekur eftir því fyrr en 15 mínútum síðar að fulli drengurinn er lagstur út af, ofan á úlpu, við ofninn þar til allt í einu heyrist: bblllaaahhhggrrfffpppsgh … eða eitthvað í þá áttina.

Einn verður rosa pirraður “hey, úlpan mín” og því um líkt en nennir ekki að gera neitt í því þar sem þegar er komin æla yfir allt.

5 mínútum seinna stendur fulli drengurinn upp með starandi augu og mjög hissa á svipinn. Allir líta upp og í nokkrar sekúntur er algjör þögn.

Því næst segir hann: “DÓ ÉG?”
og allir springa úr hlátri.
“Vá, ég hef aldrei dáið áður, sorry með úlpuna þína”

Mjög líklegast “had-to-be-there-moment” en mér var bara hugsað til þessa atviks og vildi deila því
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig