Þetta gerðist fyrir nokkrum árum þegar við félagarnir, 5 strákar, ákváðum að skella okkur til Akureyrar þegar við vorum c.a. 16-17.

Nokkrir kassar af áfengi voru verslaðir, 999 krónu tjöld, lítið ferðagrill, steikur og fleira fínerí. Stefndi í góðan stemmara.

3 okkar flugu, en hinir tveir ætluðu að fara með einhverjum gæja, en svo beilaði hann á þeim þannig að þeir tóku til þess “snilldar” ráðs að húkka far á föstudagskvöldinu kl 7 og fóru eitthvað fyrir utan bæinn og góði hlutinn var að þeir voru með allt áfengið okkar.
Svo voru þeir tveir einhverja tvo tíma þarna með puttann upp í loftið þangað til eitthvað par tekur þá upp. Þegar þau eru komin vel á leið þá ákveður þetta par að byrja að sniffa línur á meðan þau eru að keyra þá, og verður gæinn sem er að keyra frekar út úr því og keyrir á svona 160+ og upp úr þessu fengum við ófá símtöl þar sem þeir voru hvíslandi þarna aftur í hjá þeim alveg brælandi í brækurnar, því þeir bjuggust við því að þeir myndu deyja á næstu mínútum.

Ojæja, svo komu þeir um tvö leytið og við náðum að gera það besta úr föstudagskvöldinu.

Laugardagurinn. Úff.

Man reyndar ekkert sérstaklega mikið eftir kvöldinu, en það byrjaði eitthvað í þessa áttina.

Ég átti þessa fínu vodka flösku (note þetta gerðist fyrir nokkrum árum) og þetta var í fyrsta skipti sem ég var að drekka eitthvað sterkt, mig minnir að þetta hafi verið um 40-50% vol.
Um svona 11 leytið þá byrjum við að rölta í bæinn, allir gífurlega ölvaðir, sérstaklega tveir okkar, ég og annar félagi minn.
Tjaldstæðið var frekar langt frá bænum og við þurftum að klifra yfir slatta af girðingum á leiðinni, svo þegar við vorum komnir að glerártorgi þá tók ég eftir því að hendurnar á mér voru í mauki. Það fossblædi úr þeim og ég var með nokkra djúpa skurði á höndunum eftir klifrið, þannig ég greip til þess ráðs að klína blóðinu framan í félaga minn sé lág eitthvað á grasinu frekar út úr heiminum og hló.

Ég man ekkert sérstaklega mikið eftir því sem gerðist niður í bæ, en ég man hinsvegar eftir því hvað okkur þótti það fyndið þegar sá sem var allur út í blóði var ráfandi um á einverjum böllum og tala við stelpur með allt gumsið framan í sér og vissi ekkert af því. Jæja nóg af því.

Seinna um kvöldið vorum við bara á sjallanum og inní mismunandi partýum og ég man að mér fannst ég ekki nógu fullur og skellti í mig restinni af þessari 750 millilítra vodkaflösku, það sem gerðist eftir það er nokkurnveginn í móðu. Næsta sem ég man var þegar félagar mínir drógu mig inná subway og sögðu að ég þyrfti að borða til þess að minnka áhrif áfengisins og þeir voru eitthvað allir að troða subbanum upp í mig á meðan ég muldraði eitthvað “ég get þetta ekki, ég get þetta ekki”, handónýtur og ældi svo á gólfið. Móða.
Eftir subway ferðina tókst mér að sofna fyrir framan stóru hurðina á kirkjunni vaknaði nokkrum klukkustundum seinna við það að biskup í fullum skrúða var að pota í mig og horfði á mig sorgmæddur á brún.

Sunnudagurinn fór mest í það að liggja inn í tjaldi og æla með meðfylgjandi hausverk. Aldrei hefur mér liðið svona illa á ævi minni.
Við fórum svo seinna um daginn niður í bakarí og eins og óreyndur og ég var þá hélt ég að það væri sniðugt að drekka mjólk, til að róa magann. Ég gúffaði í mig svona hálfum líter að mjólk áður en ég komst að því að svo var ekki. Ég hljóp inná klósett sem var mjög heppilega nálægt og þið getið giskað hvað fór fram þar.

Eftir þetta þá sá ég fram á það að ég væri alls ekki hæfur til þess að skemmta mér aftur um kvöldið og hringdi á leigubíl inn á klósetti og pakkaði öllu draslinu mínu saman og fór upp á flugvöll þar sem ég var nógu heppinn til þess að fá síðasta hopp-sætið og flaug heim til Reykjavíkur þar sem ég eyddi næstu tveimur dögum rúmliggjandi.

Þar lauk minni fyrstu verslunaramannahelgi. Tekið skal fram að öll mín drykkja fer núna fram á mjög ábyrgan hátt og allar verslunarmannahelgar hafa farið mjög vel, kem kannski að þeim seinna ef áhugi er fyrir.
Sniðgöngum Smáís!