jæja stutt saga, en þegar ég átti afmæli þá var laugardagur og ákveðið að fara á pál óskar í sjallanum. síðan þegar þangað er komið eru menn andskoti vinsamlegir að gefa mér afmælisgjöf að andvirði 500 krónur á barnum ég var búinn að taka fullt af skotum þar á meðal tvö af stroh 80 og svona skemmtilegheitum og orðinn alveg sótölvaður klukkan eitt… :P þá hitti ég vélaga minn sem ákvað að bjóða á barnum í tilefni af afmælinu, á þessum tímapunkti var ég nánast hættur að sjá því ég hafði líka drukkið tvo bjóra og slatta af vodka áður en ég fór á sjallann en allavena hann gaf mér bjór sem ég man eftir að hafa drukkið helminginn af og svo gaf hann tvö skot sem hann ákvað að hafa af íslensku brennivíni.
Ég tók fyrra skotið áfallalaust en svona leið ekkert of vel. Seinna skotið gekk ekki alveg jafn vel niður og ég ældi á staðnum sem vakti ekki lukku. næsta sem ég man er að ég ranka við mér þegar vinur minn er að pota í mig með skónum sínum og ég ligg í drullupoll fyrir aftan sjallann ég stendu upp og það blæðir úr olnboganum á mér og ég er allur skítugur.
Þá kemur bróðir minn og hendir mér inní bíl og keyrir mér heim. Þegar ég kom heim var ég í einvherju svefnrofi eða eikkað því var náttla blindfullur þegar ég var vakinn aftan við sjallann um tvöleytið :P en já þegar ég kom heim fannst mér að einvherri ástæðu að ég þyrfti í bað… svo ég lét renna í baðið svona 20 sentimetra djúpt vatn BARA ískalt vatn og fór í bað í buxunum og drapst þar. ég vaknaði um svona fimmleytið eða eikkað skjálfandi alveg að drepast úr kulda og fór að sofa inní herbergi. þegar ég vaknaði leið mér eins og einvher hafði stungið mig í heilann með grílukerti. mér var seinna sagt að palli hafi tekið afmælissönginn og hann hafi verið nokkuð fallegur. Gaman að vera orðinn átján ára. :D