Fékk þetta gegnum e-mail.

Góður dagur í dag.

Um síðustu helgi var voða gaman. Fór ég í skvísupartý eitt mikið og
sveitt. Var þar mikið rætt og mörgum leyndarmálum uppljóstrað en ég
held að
þau orð sem þar fóru á milli séu eigi við hæfi á alneti voru. En eftir
partýið var farið á Þotustað bæjarins þ.e Astro.
Mig langar að gefa ykkur nokkrar leiðbeiningar um hvernig á að fara að
til
falla inní og vera Astrópía eða Astrógæji.

1.Undirbúningur.
1.A.Stelpur

Klæðnaður skal vera eftirfarandi
-þröngar buxur með lágum streng og helst svartar en alls ekki í
áberandi
litum.
-við buxurnar skal klæðast þröngum bol(litur er aukaatriði en þó ekki
skræpótt). Best er að bolurinn sé mjög þröngur og að það sjáist vel í
brjóstaskoruna.Góður Vúnderhaldari er algjör nauðsyn.
-Kjólar og pils eru mjög vinsæl líka en hafa skal í huga að það
eralgjört
skilyrði að þetta sé allt níþröngt og eins stutt og rassaspik ræður
við.Hlébarðamynsturspillir ekki.
- Meikoppið er nokkuð frjálst en gvuð minn góður ekki fara lítið
máluð
því
þá sjá allir hvað þú ert ljót.
-10 tvöfaldir túrbótímar hjá Sólbaðstofunni Smart
-Nauðsynlegt að hafa mittbaksítt ljóst slegið hár. Annað er bara
viðbjóður. Ef þú ert svo óheppin að hafa það ekki þá er betra að sýna
meiri brjóst.
-Svört handtaska algjört möst
-Allt sem er gervi, s.s augnhár, höfuðhár, neglur, augnlinsur, brjóst
og
bara allt sem ykkur dettur í hug.

1.B Strákar
-20 tvöfaldir ljósatímar hjá Sólbaðsstofuni Smart.
-Jakkaföt og bolur innanundir.
-Skórnir verða að vera flottir því að ræfilsfólk sem gengur í
strigaskóm
fær ekki inngöngu…því þú veist ó mæ god, þú veist,það mundi
algjörlega
eyðileggja alla stemmninguna, djísús.
-Allur rakspíri sem að þið eigið,skellið því á hálsinn
-Allt gel sem þið eigið,skellið því í hárið
-Troða skal peningaveskið þykkt svo píurnar halda að þú sért
ríkur.Settaf
Porche bíllyklum til að veifa endrum og eins skemmir ekkert heldur.

2.Aðkoma

Mjög mikilvægt er að vera ekki of fullur.Þegar gengið er í átt að
Astro
skal gengið hratt,örugglega og ekki heilsa neinum nema hann sé frægur.
Vanalega þegar komið er að staðnum er komin röð sem nær til
Reykjanesskjördæmis en þið verðið að muna það að standa í röð sæmir
ekki
sannri Astrópíu/gæja.
Gott ráð er að standa fyrir framan hurðina og þrýsta brjóstunum saman
og
reyna að ná athygli dyranördsins.Ef þú ert fyrrverandi Miss Iceland eða
vinnur hjá Skjá einum er nóg að kalla HEY og benda á smettið á þér. Ef
þetta virkar ekki ,sem ég geri ráð fyrir að virki a.m.k ekki fyrir
gæjana(nema að þið séuð með brjóst og þá mæli ég ekki með því að þið
reynið
ofanritað ráð), þá skal rjúka strax í hliðið og fá að borga sig
heilagar
1.000 krónur inn og þá eruð þið komin fram fyrir röðina. Gott er að
tala
aðeins við dyranörrana og láta sem þið séuð mestu kumpánar því þá halda
allir hinir fávitarnir í kringum þig að þú sért ógeðslega merkilegur.

3. Hegðun inni á Astró.

Láttu það líta út fyrir að þú skemmtir þér ekkert sérstaklega vel en
samt
ekki vera í fýlu. Besta ráðið er að horfa á alla með fyrirlitningu og
láta
sem að þú sért merkilegasta manneskjan á svæðinu þó svo að öllum sé
drullusama um það hver þú ert. Ef þú sérð einhvern sem þú þekkir og
hann er
ekki frægur eða kúl þá má ekki undir neinum kringumstæðun tala við þá
manneskju. En aftur á móti ef manneskjan er fræg þá er um að gera að
tala
sem mest. Ef þú þekkir engan frægan skaltu finna einhvern á barnum og
bara
standa við hlíðiná honum þangað til fólk heldur að þið séuð saman.
Langbest
er að annaðhvort vingast við Fjölni eða fyrverandi ungfrú Ísland.
Muna að þrýsta saman brjóstunum reglulega.
Stelpur skulu alltaf fara 10-30 saman á klósettið og það er mjög
mikilvægt
að standa fyrir framan spegilinn í 5-10 mínútur og laga eitthvað.
Tilgangurinn með því er mér ekki alveg ljós…það bara gera það allir
þannig að við skulum gera það líka.

Ef þú þarft að standa….
3.A stelpur- með annan fótinn aðeins fram og tærnar vísa út, láta smá
sveigju koma á mjaðmirnar.
Hafa skal glasið í hægri hendi með olnbogann beygðan uppí loft og
vinstri
hendina kvílir yfir
magann ef hún er ekki upptekin af sígarettu.
3.B Strákar- ekki standa nema þú getir hallað þér uppað
einhverju.Vegg
eða barnum til dæmis. Svo skal setja annan fótinn kæruleysislega yfir
hinn
og eina hönd í vasann.

Ef þú sérð feita stelpu skaltu umsvifalaust finna næsta dyravörð og
láta
hann vita strax um ástandið.

4.Dansgólfið.

Það er mjög mikilvægt að kunna textann, en ekki syngja með, því gvöð
það
er svo hadló, bara hreyfa rólega varirnar til að sýna það að þú ert
“með” í
Fm 95,7 pakkanum. Svo skal aldrei skemmta sér á dansgólfinu bara dilla
þér
létt og muna að horfa ekki í kringum þig heldur á félagann sem þú
dansar
með svo að ekkert ógeð fari að slefa utan í þér.

5. Þegar farið er heim

Þegar staðurinn er yfirgefinn skal strunsa út og beita þá hinu fræga
“Astrógöngulagi” þegar út er komið skaltu láta sem þetta sé
ömurlegasti
staður sem þú hefur komið á
og horfa með fyrirlitningu á þá sem standa í röðinni. Astrófólk fer
aldrei
og kaupir sér pulsu
eftir djamm eða annan eins viðbjóð. Látið sem að ykkur liggur á heim
til að
gera eitthvað ógeðslega
merkilegt og hafið ekki tíma til að spjalla við þessa smáborgara sem
eru
alltaf að reyna að vera
ein af ykkur. Það er auðvitað heilagur Astró að ganga út með
einhverjum
frægum, því þú veist,
þá verður þú fræg/ur líka.


Jæja ég vona að þetta hjálpi.
Astró er staður sílikons,greindarleysis og þröngra pilsa. Sem er
auðvitað
frábært og flott.

Í dag er fimmtudagur og það má alveg drekka bjór á fimmtudögum.
Góðan fimmtudag og góða helgi framundan.Ég vona að háir hælar og
pússaðir
skór beri ykkur á aðra staði en Astró um komandi heilagrar helgi
drykkju og
óláta.

Bið ykkur vel að drekka og góða þynnku.

Jóa AstróFan númeró únó.

ASTRÓ KLAPP KLAPP KLAPP
ASTRÓ KLAPP KLAPP KLAPP
ASTRÓ BJAKK BJAKK BJAKK

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe