Landsmót Hestamanna Jæja nú fer landsmót hestamanna í gang á mánudag og þar er alltaf alveg rosalegt hafarí og mökkur af fólki. Á fimmtudegi fjölgar ávalt gestum mótsins og þá koma fleiri sem hafa engan áhuga á hestum, heldur koma bara á þessa fjölmennu útihátíð til þess að mæta á böll og skemmta sér. að mörgu leyti er það neikvætt og leiðinlegt að svæðið skuli fyllast af fullum einstaklingum sem hafa ekkert að gera þar í rauninni. En að því undantöldu, þá er eins og orðatiltækið segir: ,,Því fleiri því betra"!
Sjálf er ég að fara á þetta mót. Vinkonur mínar að keppa og ég er þá partur af því fólki sem mætir þarna til þess að horfa líka á bestu hesta og knapa landsins koma saman og eiga harða keppni við mótherja sína. En auk þess mætir maður til þess að hitta fólk og hafa gaman.

Vona bara að allir skemmti sér ógeðslega vel á þessari stóru útihátíð sem er ávallt mjög vel heppnuð, og vel þess virði að hlakka til.