Mér hefur lengi langað að kaupa mér stafræna myndavél, þar sem að ég er mikið í vefsíðugerð þá hefur mér lengi byrlað sú hugmynd að henda upp myndasíðu þar sem að ég myndi hafa myndir af djamminu nú eða bara bíltúrnum um helgar, ekki það að mig langi eitthvað að herma eftir þessum miðlum sem að hafa sprottið upp sem að eru með allar þessar djammyndir á síðunum, ég myndi aldrei hafa þann aga í það að dröslast með hana niður í bæ á hverju einasta djammi, ég einhvernveginn myndi bara eyðileggja hana eftir að hafa hrunið niður einhvern stiga blindfullur á einhverjum skemmtistað.

Þó finnst mér allar þessar síður alger snilli og það fyrsta sem að ég geri á mán og sun er einmitt að tjékka á þessum síðum, geiri.net er einmitt besta síðan af mínu mati,
* hann er alltaf fyrstur inn með myndirnar
* þær eru í bestu gæðunum
* ég kannast við ótrúlega mikið af fólki þarna, þarna er einmitt mikið af fólki úr vesturbænum, hlíðarhverfi og miðbænum og körfuboltanum og úr skólum eins og versló, mh og mr sem maður einmitt kannast mikið úr og er einmitt frábært hvað hann getur alltaf nafngreint meirihlutann af djömmurunum þarna inni.

en ég er kominn langt fram yfir efnið :Þ

Ég ætlaði bara að spyrja að því hvaða myndavél væri “nóg” fyrir mig, hvað eru gaurnarnir sem að eru með síðurnar að nota og er munurinn á t.d. reykjarvik.com og geira.net og sportkaffi.is/astro.is, kannski myndavélin sjálf eða er þetta vinnslan á myndunum sem má ráða af stærð og hvað myndirnar eiga að vera stórar í stærðum á síðunum.

hvað þyrfti ég að kaupa dýra vél sirka til þess að hafa jafn góð gæði og já t.d. geiri.net :)

p.s. ég er ekki geiri sjálfur ef að ykkur finnst ég vera eitthvað að tala svona vel um hann hérna, þetta er bara eitthvað sem að ég myndi segja við hann ef að ég myndi rekast á hann á djamminu :)

tak so mugget