Hin svokallaða nu skool breakbeat tónlistarstefna hefur undanfarin misseri verið að riðja sér rúms í klúbbamenningu Bretlandseyja. Íslendingar hafa til þessa lítið orðið varir við þessa tegund breakbeat hljómsins sem einkennist af nokkurskonar electró, fönk, big beat og hardcore bræðingi. Það breytist hins vegar föstudaginn 27. júlí þegar breakbeat kappinn Tayo skankar skífum á Atóm klúbbviðburði. Það er tímaritið Undirtónar sem bjóða upp á lætin sem fara fram á næturklúbbnum Thomsen.

Tayo er eitt af stóru nöfnunum í breakbeat bransanum. Hann rekur sína eigin plötuútgáfu, Mob Records, auk þess sem hann gefur sína eigin tónlist út hjá TCR útgáfu Rennie Pilgrem . Ásamt nokkrum félögum sínum myndar hann svo klíkuna World of Crime sem er á samning hjá Ultimatum Breaks útgáfu Carl Cox.

Atóm kvöldið hefst á miðnætti. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og aldurstakmarkið er 21 ár.

meira um þetta á -www.reykjavik.com-