Ein af þeim dagsetningum sem snýst alltaf upp í allsherjar tjútt og vitleysu er 16. júní. Að þessu sinni ber þessi “djammdagur” fyrir þjóðhátíðina upp á laugardegi og heilmikið er í gangi í borginni. Útvarpsþátturinn PartyZone , sem í áratug hefur spilað dansmúsík á alla kannta af miklum móð, ætlar að halda upp á daginn með árlegri sumargleði sinni. Þetta er í fjórða árið í röð sem sumargleðin er haldin 16. júní og er búið að sjóða saman dagskrá sem nær frá kvöldi til morguns.

Gamanið hefst í útvarpsþættinum PartyZone á Rás 2 klukkan 21:00. Þar munu umsjónarmenn þáttarins, Helgi Már og Kristján Helgi, fara í gegnum helstu sumarsmelli þáttarins frá 1991 til dagsins í dag í þriggja tíma maraþoni. Vafalaust kíkja einhverjir plötusnúðar í heimsókn í stúdíóið til að aðstoða þá við yfirferðina og miðar gefnir á PZ tjúttið á Thomsen síðar um nóttina.

Þegar PartyZone er lokið á Rás 2 heldur gleðin áfram á Vegamótum . Þangað mætir dj Andrés með plöturnar og spilar ljúfa dansvæna sumartóna fyrir gesti staðarins. Það kostar ekki krónu á Vegamót og þar eru allir 22 ára eldri velkomnir!

Þriðji og síðasti hlutinn í Sumargleði PartyZone fer fram á Thomsen frá 04:00 fram á morgun. Þar munu Árni Einar og Tommi White spila pumpandi hús tónlist og m.a. spila eitthvað af sumarsmellum PZ. Aðgangseyrir á Thomsen er 500 krónur fyrir 03:00, en 1.000 krónur eftir þann tíma.

Meira um þetta, ef hægt er að finna farið þá á:
-www.thomsen.is- -www.reykjavik.com- -www.pz.is-

Er málið að skella sér á Gleði kennda við Sumar í Vegum Zone kennt við Party? Miklar líkur að maður skelli sér á slíkt.

Friður.