Áfengisverð hækkar í dag, 1. júní. Bjór hækkar að meðaltali um tæp 4% og annað áfengi um 2,5%. Þá hækkar verð á tóbaki um 3,3%. Í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að breytingar á áfengisverði stafi af nýju verði birgja en að ástæðan fyrir hækkun á tóbaksverði sé gengishækkun Bandaríkjadals og evru.

Hvað er í gangi? Mér er alveg sama um tóbakið og bensínið en þegar það kemur að áfenginu þá er ég ekki sáttur. Bjórinn hækkar um 4% sem er bara rugl. Það hefði verið betra ef sterkleikinn hefði hækkað um 4% :) en nei.

Það er allt að verða vitlaust. Bensín hækkar, áfengi hækkar og allt er að hækka. Einnig verður allt annað dýrara á með þessir dalir og evrur halda áfram að hækka.

Hvað finnst ykkur um þetta mál?

Vonum bara að allt fari lækkandi aftur.
Lifi Bjórinn.