Föstudagskvöld þetta byrjaði náttúrulega á áfengisdrykkju því maður þurfti svo rækilega að detta í það til að skemmta sér á þessari árshátíð NFS(nemendafélag fjöbrautarskóla suðurnesja). Svo settist maður upp í bíl og hélt til kefalvíkur (bý í Grindavík bæ ðe vei) þambandi bjór alla leiðina auðvitað, hvað gat maður annað gert? ekki mátti þamba hann á ballinu sjálfu né máti maður skreppa út til þess heldur. Svo kom maður inn í stapan (þó ekki jafn fullur og ég vonaðist því húsið lokaði klukkan 22:30) En sammt hæfilega fullur. Ballið byrjaði síðan á því að helvíti góð(næs) hljómsveit spilaði róleg lög sem haægt var að fíla sig inní. Svo komu skelfilegir 80´s rapp gaurar sem ég var alls ekki að fíla en loks byrjuðu skítamórall. Skítamórall spilaði stemningslög framan af en eins og gengur og gerist spiluðu þeir leiðinleg lög inn á milli. Gallin var bara sá að það var annað hvert lag. En það var svo sem ókey því maður gat alltaf spjallað við fólkið eða kíkt á plötusnúðinn er það gerðist. Ég held að toppurinn á mannfjöldanum hafi verið þegar skímó var að byrja og tel ég að um 300 manns hafi verið þar, þar af margir viðkuglegir kunningjar sem AUÐVITAÐ alltaf er gaman að spjalla við!!!. Og má því segja að það hafi verið frekar þröngt á þingi í Stapanum. Ég var auðvitað á dansgólfinu mest allan tíman og tók því lítið eftir mannfjöldanum. En í hléi tók ég rölt og sá að sirka 50 manns voru þá eftir og öll stemning farin með flöldanum. Ég tel að sú regla um að hleypa engum inn eftir að þeir höfðu farið út eigi þar sök í máli þar sem runnið var af öllum þegar þar var komið. Þá var auðvitað hundleiðinlegt eftir hlé þar sem engin var eftir inn í húsinu. Og þar að auki var skítamórall að spyla gamla slagara eftir sig í þokkabót sem væri svo sem ókey ef maður væri nógu fullur. En það var bara runnið af öllum. Þégar skítamórall hafði lokið sér af tók við langþráðir sopar af ísköldum BJÓR sem geimt hafði verið útí bíl. Mér langaði að taka rútuna heim svo ég gerði það. Eftir að heim var komið fór restin af kvöldinu að skemmta sér á grinvískan máta. þ.e. fara á pöbbinn og þar var kvöldið svo endað á hefðbundin máta.
annar þá var þetta kvöld mjög skemmtilegt fyrir utan leiðilegar 90min sem maður var afrunnin á skímó. Ég maæli með að ef þið eruð að fara á áfengislaust skímóball að finna sér leið til að drekka áfengi því á ballinu sjálfu, áhættusammt en trúlega þess virði. Ekki nema þið viljið verja 90min af föstudagshvöldi í leiðilegheit.