Á föstudaginn munu fjórir plötusnúðar stíga á stokk á skemmtistaðnum De Palace í Hafnastræti.

Hvar : de Palace
Hvenær : föstdaginn 29 okt.
Klukkan : 00.00 - 06.30
Hvað : Techno - oldschool - techouse - Bigbeat & progressive
Hverjir : Exos, Árni Vector, Dj Steini & Dj Bangsi.


Exos er techno tónlistarmaður og próduser sem hefur verið iðinn við að láta gamminn geysa fyrir dansþyrsta tæknó bolta á klúbbum Reykjavíkur. Stráksi lofar hörkukeyrslu á föstudaginn.

Árni Vector mun spila með Exos og munu þeir rifja upp hvernig lífið var á Thomsen í gammla daga, en þeir félagar spiluðu þar oft saman fyrir pakkfullum kjallara. Árni Vector er að láta sig hverfa til Ástralíu þannig að þetta er hans síðasta spilamennska á íslandi í heilt ár.

Dj Steini er án efa einn af færari þeyturum landsins. Hann spilar deep progressive techouse og hitar upp fyrir kappanna tvo. Fylgist vel með honum á komandi tímum því hann býr undir mikklum hæfileikum á spilurum.

Dj Bangsi hefur leikinn þetta föstudagskvöld með bigbeat veislu í bland við dirty grooves og oldschool madness eins og hún gerist best. Kappinn hefur gert garðinn frægan í neðanjarðar Hip Hop heimi Reykjavíkur og stundað kapp á beatbox og MC bust. Það er líka langt síðan að kallinn hefur spilað þannig mætið snemma til að hlíða á Bangsann.


EXOS
ÁRNI VECTOR
DJ STEINI
DJ BANGSI

….og þið líka