Ég var að velta því fyrir mér hvort fólk hefði einhverja sérstaka hefð fyrir djamm undirbúningnum, standardinn minn er alltaf sá sami:

Borða kvöldmat, poppa nokkra kalda öl, sest fyrir framan tölvuna mína og tala í símann og drekk næstum eina kippu. Þegar ég er orðinn nógu kenndur þá er kominn tími til að hafa sig til.
Fer í sturtu með einn ískaldann með mér :)
Kem úr sturtu og geimi alltaf það að rugla í hárinu þar til ég er orðinn nógu andskoti fullur.
Einhver kemur og sækir mig til að fara í partý eða beint í bæinn ef ekkert partý er í boði.
Vandamálið við mína hefð:
Gleymi alltaf húslyklum, skilríkjum, pening, eða þessum tveimur heilafrumum sem hefðu komið í veg fyrir að ég vakna hjá feitri fimmtugri gellu sem á heima í gömlum kofa rétt út fyrir bæinn ( eða eitthvað í þeim dúr )