já loksins. Þannig er það að ég er í skóla á Akureyri og býr þar sem sagt núna,en er úr Reykjavík,og mér hefur djammið hérna á Akureyri ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Flestir fara í Sjallann á Papana,Írafár og allar þessar ….hljómsveitir. En þetta er ekki skemmtun sem ég sækist eftir þannig að ég enda eins og svo margir alltaf á Kaffi Akureyri,sem er þokkalegur staður,góð sæti…En núna þessa helgi þá er breyting á,já því hann Óli Palli ætlar að vera að spila í Sjallanum í kvöld og það verður örugglega rosa fjör þar. Það virðast allir vera rosa hrifnir af Óla hérna og það er alltaf mjög gaman þar sem hann er að spila. Ég var einmitt hérna í sumar og Óli var þá að spila á Amor og staðurinn var pakkaður af fólki. Þannig loksins loksins er djammið hérna að fara að vakna til lífsins. Og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju góðu og svo er bara að bruna til Akureyrar á bretti eða skíði og skella sér svo á djammið