Síðastliðið laugardagskvöld fór ég ásamt kunningjum mínum út á lífið niður í bæ. Við vorum bara á þessu venjulega bæjarrölti, sem þýðir nú oftast að maður þræðir allflesta af þessum stöðum sem ekki rukka fyrir inngöngu (gamla sagan um fátæka námsmanninn…). Af þessu rölti um skemmtistaði bæjarins fór ég að komast að frekar leiðinlegri niðurstöðu, sem kemur þó eginlega ekkert á óvart, 99% af skemmtistöðum bæjarins sjúga feitann. Ég var kominn með ofan í kok að sjá dansgólf sem eru á stærð við herbergið mitt, álagningu á áfengi sem er svo siðblind að það er grátlegt, plötusnúðum sem hafa ekki hundsvit á tónlist og spila eingöngu eitthvað helvítis playlista prógramm sem breytist aldrei - ég meina hversu ömurlegt er það að labba á milli skemmtistaða og heyra alltaf sömu sálarlausu úrkynjuðu fm tónlistina hvert sem maður fer.

Við vorum eiginlega búnir að ákveða að fara heim þegar einn okkar man skyndilega eftir einhverjum Cosmo Vitelli á Kapital. Við ákveðum að skella okkur, enda botninum náð og ekkert sem gat gert stemminguna verri en hún var. Reyndar vissum við að það væri öruglega örugglega góður standard á honum Cosmo, en á móti héldum við að það myndi kosta einhverjar fúlgur inn. Jæja. í stuttu máli var kvöldinu bjargað. Ekkert rukkað fyrir inngöngu, sem réttlætti kaup á einhverju áfengu á barnum. Eftir að hafa skellt í sig einhverju til að væta hverkarnar var komið að því að taka út þennan Cosmo gaur.
Cosmo Vitelli spilaði hreint út sagt frábæra tónablöndu af fönki, house-i, diskói og electro-i sem rann saman í einn bræðing. Við dönsuðum af okkur lappirnar og hættum ekki fyrr en nálunum var kippt af spilurunum og öllum skipað að fara út.

Frábært kvöld fyrir utan það að frakkanum mínum var stolið :(
(ef einhver hefur upplýsingar um ljósbrúnan rússkinsfrakka sem á ættir sínar að rekja á kapital er þær mjög vel þegnar!)


Annars getur maður ekki hvartað svosem. Exoz hefur verið að standa sig vel, airwaves var snild og innflutningur á útlenskum snúðum eiginlega verið til fyrrimyndar…

Ég sakna frakkans míns… hvaða illmenni tekur frakka annars mans traustatakki, ég meina hann var gjörsamlega tómur, ekkert veski, ekkert…

allavegana, góðar stundir……<br><br><i><font color=“#808080”>If you want a guarantee, buy a toaster.</font></i>
…langar þig í <a href="http://www.yaromat.de/macos8/"><b>makka</b></a>?