jæja ég fór á djammið á föstudaginn og það var rosa stuð,við fórum fyrst á Hverfis og dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir það(ég held nú samt að sumir karlmenn þarna hefðu verið til í að borga;)allavega splæsa bjór)en jæja við vorum þar og skemmtum okkur rosa vel enda er alltaf gaman á hverfisbarnum.Enda lentum við í ævintýrum á dansgólfinu,en ég ætla nú ekki að fara út í það hér.Svo eftir að hafa verið á Hverfis allt kvöldið og við orðnar frekar búnar eftir dansinn, þá var rölt á Kaffibarinn og ég verð að segja að hann hefur verið betri en jæja áfram var farið,og næsta stopp var Prikið og þar sá ég rosa sætan strák sem stóð beint á móti borðinu okkar….en það var nú ekki hægt að vera lengi þar inni því það var svo rosaleg málningarlykt. Það var eins og það hefði verið málað þennan sama dag,þetta var ekki sniðugt,en svo var rölt út og þar labbaði draumagaurinn framhjá okkur og svo var bara fengið sér að borða og keyrt svo heim…En ég mæli með að fólk skelli sér á Hverfisbarinn ef það hefur aldrei farið þangað,því þetta er einn af bestu stöðunum í bænum og ef þið viljið ekki bíða í LANGRI biðröð þá bara að mæta snemma,annars er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í biröðinni….vá hvað þetta er langt hjá mér,vonandi hefur einhver nennt að lesa þetta…