Svo virðist sem sumir hafi misskilið mig all hrikalega í grein minni um dyraverði. Sérstaklega strákarnir sem finnst ég sennilega vera hræðilega manneskja sem fer ólétt á skemmtistað. Ég vil bara taka það fram enn og aftur og ég reyni að passa mig sem mest ég get. Ég var farin að drekka mjög mikið og réði varla við drykkju mína þegar ég komst að því að ég var ófrísk. Ég snar hætti að drekka og hef ekki bragðað áfengi síðan á 17 júní. Ég reyki ekki og hef aldrei prufað nein sterkari efni.

Ef það er tillitsleysi við ófætt barn sitt að hætta mikilli drykkju fyrir það, þá er ég sek.

Mér finnst bara endilega að þessir strákar eigi að endurskoða sínar skoðanir og segja ekki eitthvað sem þeir hafa ekkert vit á. Þið þekkið mig ekki og hafið því engann rétt á að dæma mig.
Takk fyrir.