Ok. það er alveg frábært þegar góðir dj-ar eru að spila hérna og reynt er að gera e-ð fyrir danstónlistarsystemið, en Gaukurinn er samt full sveittur staður til að halda þessi kvöld á. Eins og t.d. Sasha 16. júní og fleira. Hefði getað verið alveg drullufínt kvöld, en var eiginlega bara svona frekar skítugt og illa lyktandi. Tónlistin var að mínu mati bara mjög góð, en umgjörðin frekar súr. Það væri ekki vitlaust að íhuga aðra staðsetningu varðandi þessi kvöld, bara svona uppá siðferðiskenndina og þess háttar. Eða hvað…
Það er ekki beint gæfulegt að þurfa að henda á sig súrefniskút, viftu og blautbúning til þess að geta skemmt sér með góðri samvisku.