Það sem fer óhemju í taugarnar á mér við barina í Reykjavík er að þegar fólkinu fer að fjölga hækka þeir músíkina, ég reddaði mér desibil mæli fyrir nokkru og þræddi nokkra staði á háannatíma. Lægsta mælingin var 86dB og sú hæsta var 137dB.(nei ég ætla ekki að segja hvaða staðir þetta voru)
Fyrir þá sem fatta þetta ekki þá skal ég útskýra nánar. um 70dB eru hættumörkin, 90dB fer heyrnin að skemmast, uppvið hátalara á tónleikum Iron Maiden eru ca. 120 dB.
Öllum virðist vera sama. Er ég sá eini sem hefur gaman af því að sitja á bar með félögunum með öl í hendi og lágt stillta músík í bakgrunninum, spjallandi um hitt og þetta?<br><br>Kveðja
[I'm]Faikus Denubius

(Insert witty remark or a clever saying)