Reykjavík, sem hefur einn mesta fjölda skemmtistaða, kaffihúsa og veitingstaða miðað við höfðatölu hefur engan almennilegan stað sem hægt er að njóta mikils bjórúrvals.
Það er þó hægt að komast í ágætt úrval á Kaffibrennslunni, en ekkert miðað við þegar Tommi átti staðinn, og núna eru þeir að fækka úrvalinu ennþá meira, sem hryggir mig mjög, sæmilegt úrval er einnig á Ara í Ögri en ekki nóg.
Dökkan bjór er nánast hvergi hægt að fá á skemmtistöðum, sem mér finnst hálfömurlegt.. og allstaðar er hægt að nálgast Bacardi Breezer, ýmsa gosbjóra og þessa vinsælu ljósu bjóra. Ég er mikill bjórmaður og finnst fátt betra en góður bjór, ég get varla verið einn með þessa skoðun, hvað finnst ykkur???