Sælt veri fólkið, þið sem voruð í vestmannaeyjum hvaða hljómsveitir fannst ykkur standa sig best þarna?

Persónulega fannst mér Land og Synir bestir, þeir spiluðu góð og skemmtilega lög sem fólk gat tekið undir með, og svo nátturulega samdi Hreimur þjóðhátiðarlagið í ár. Hljómsveit númer 2 fannst mér annað hvort Á móti sól eða Menn í svörtu. Magni í á móti sól kom manni oft skemmtilega á óvart, drekkandi og reykjandi þarna frá öllum af sviðinu. :)

Allar hljómsveitirnar stóðu sig eiginlega bara glimrandi vel en eina sem mér fannst að þarna var þegar árni johnsen var með einhvað vesen við Rottweiler hundana og rak þá að sviðinu hálfpartinn og hvernig Írafár spilaði, það heyrðist ekkert í Birgittu Haukdal þarna á sviðinu og Gítarleikarinn var sá eini sem heyrðist einhvað af viti í, stelpu söngvarar eru greinilega ekki hæfir á svona útíhátíðir;)
En þessi þjóhátið var hins vegar mjög skemmtileg þótt blaut hafi hún nú verið en það breytti nú samt ekki miklu.

- Þjóðhátið er best
kv. neonljos
-