Jæja enn og aftur tel ég mig vera knúinn til þess að deila með ykkur smá kærleik, heilagri reiði og auðvitað smá sannleik. Í kvöld laugardaginn 4 maí / sunnudagur 5 maí, voru styppingar og leiðinleg heit fyrir framan Sirkuz(?) og kannski einn eða tveir geðsjúklingar með brotin bjórglös að hóta öllum. Lögreglan var kvödd á svæðið tvisvar og mætti hún eftir seinna símtalið c.a. 50 mín eftir það fyrsta. það þýðir að í umþb. klukkutíma voru það einungis fullir kúnnar og dyraverðir að reyna sitt besta með að ná tökum á svæðinu. En afhverju er það alltaf þannig að mönnunum sem er ALLTAF kennt fyrst um eru dyraverðir? Kíkjum betur á þetta starf. Dyravörður er ekkert annað en öryggisvörður sem að er á staðnum til að tryggja öryggi kúnnanna. hann á að vera mamma pabbi bróðir vinur og bjargvættur og ef því er að skipta böðull. Margir kenna dyravörðum um allt vont sem til er í heiminum, en þessir sömu eiga mjög bagt með að líta í eigin barm og sjá sínar eigin villur. Fyrir mér skiptast dyraverðir í tvo hópa. Annars vegar þeir sem eru í þessu “því það er svo cool” og þeri fá að pikka upp stelpur. Og hins vegar þeir sem eru að VINNA. Ég þekki afskaplega fá dyraverði sem eru í raun að VINNA. Flest allir eru einhverjir 18/19 ára stera freak sem vilja lemja allt og alla. þetta eru menn sem flokkast inní fyrri hlutann. Svo koma þeir sem eru að vinna. Þeim er alveg sama hversu mikið þú VÆLIR og GRÆTUR, þeir eru að vinna sína vinnu og ekkert fær því breytt. Væri ekki bara sniðugt ef allir myndu lifa eftir því boðorði; um leið og þér sækið yðar skemmtistað á dyravörðurinn sálu yðar. Hvernig fær fólk það út að ef þú vælir, snertir, nuddar og móðgar dyravörð að þú eigir eftir að komast inn?? Hvað myndir þú gera ef þú ert í vinnunni þinni og einhver kúnni labbar inn og segir “..hey ég ætla að fá þetta frítt” maður stekkur ekki á hann og lemur eins og plokkfisk, frekar myndi maður reyna að tala við hann og fá hann til að skilja hvernig viðskipti ganga fyrir sig. Þetta er sama prinsip og með dyraverði, nema að kúnninn er fullur; þeir hafa reglur og skipanir frá sínum yfir mönnum sem þeir mega ekki brjóta, nema að eiga þá hættu að vera reknir. Eftir kvöldið í kvöld er mesta furða að enginn var laminn í harðfisk af dyravörðunum. En þetta eru menn sem eru að vinna, þeirra orð eru lög og ef allir fylgja þeim þá er þetta ekkert mál. Hversu einfalt er 20 ára aldurtakmark og 500 kr inn??? er þetta afskaplega tregskilið?? Afhverju er sífellt einhver sem sér sér þörf á að væla og betla um sjens. Dyravarsla er einn sú vanmetnasta staða í öllum skemmtana brasanum, með glasabörnum auðvitað. Hér eru í lokin smá punktar sem ættu af hjálpa verðandi djömmurum að komast í gegnum stóru vondu dyraverðina á meiðsla…

1. Gerðu það sem dyravörðurinn segir, svo framarlega sem um mannréttinda brot sé ekki að ræða.
2. Sýndu smá skilning, ef það væri enginn dyravörður, þá væri engin staður.
3. ALDREI RÍFAST Í, MÓÐGA EÐA SLÁ DYRAVÖRÐ. bad IDEA
4. Dyravörðurinn er, eða á, alltaf að sýna fyrirtækinu hollustu sýna ekki biðja hann um annað.

Vinnum öll saman að bættum samskiptum við dyraverði og ég skal lofa ykkur því að djammið verður mun betra.

PS Dyravörður er ekki í vinnu til að eyðileggja djammið þitt. þú ert að eyðileggja það sjálf/ur með óþarfa veseni og bulli.

kv Nefi