ég má til þar sem eru núna eingöngu 90 dagar í þjóðátíð að skrifa upp fyrir ykkur skýrslu sem var gerð þegar var verið að byggja upp fyrir þjóðhátíðina 1993, en þá var Týs þjóðhátíð sem voru alltaf bestar að sjálfsögðu.. þessa skýrslu er einnig hægt að finna í þjóðhátíðarblaðinu 1997
Mánudagurinn 5.júlí
Rigning 4 mættu í dalinnog lagt á ráðin um framhaldið, pælt í staðsettningu á búðum og sviði og.fl

Þriðjudagurinn 6.júlí
Sölubúðir og svið flutt inn í dal. Fjórir mættu

Miðvikudagurinn 7.júlí
Efnið í brúnna flutt í dalinn, 5 mættu til leiks.

Fimmtudagurinn 8.júlí
Ekki mætt vegna bikarleiks IBV-KA sem fór 4-0 fyrir íbv að sjálfsögðu…

Föstudagurinn 9.júlí
4 mættu en gátum ekkert gert því það vantaði aðalmanninn til að taka ákvarðanir um lokastaðsettningu á mannvirkjum

Laugardagurinn 10.júlí
Farið með undirstöðurnar undir stóra sviðið í dalinn, þegar búið var að koma undirstöðunum fyrir var sviðið híft ofan á. 5 mættu til verks, gengið úr “vita-og hafnarmál” hefur ekki enn látið sjá sig

Sunnudagurinn 11.júlí
Þaksperrur og þak sett á stóra sviðið 6 menn sáu um það

Mánudagurinn 12.júlí
nú mættu 20 manns unnið að stóra sviðinu, gamla pallinum og brúnni yfir tjörnina..

Þriðjudagurinn 13.júlí
19 manns mættu, og unnið í því sama og fyrri daginn.. krakkar byrjuðu´að mála og stjórnendur í vondu skapi..

Miðvikudagurinn 14.júlí
19 manns mættir unnið við það sama..

Fimmtudagurinn 15.júlí
Fótboltaleikur og vinna lá niðri ÍBV vann Víking 3-2

Föstudagurinn 16.júlí
10 manns mættu unnið við uppsettningu á stóra sviðinu og gamla danspallinum.

Laugardagurinn 17.júlí
12 manns mættir. Byrjað að mála stóra og litla pallinn og byrjað að ath með flaggstangir með því að undirbúa holurnar sem eru víða í dalnum fyrir stangirnar. krakkarnir eru að mála og það er byrjað að huga að hliðinu..

Sunnudagurinn 18.júlí
12 manns mættu. enn er unnið í báðum pöllum og við flaggstangirnar, einnig verið að mála..

Mánudagurinn 19.júlí
18 mættir í dalinn unnið er við brúnna, sölubúðir, sviðið og skútan Nakki er flutt upp á hæðina fyrir neðan Fjósaklett í “lögreglufylgd”

Þriðjudagurinn 20.júlí
20 manns mættir í þjóðhátíðarskapi keyrt á sölubúðunum og báðum sviðum “Eining” tekur til starfa og fór mikill tími í að spekúlera í staðsettningu á brunninum.
Enn bólar ekkert á “Vita-og hafnarmálum”

Miðvikudagurinn 21.júlí
17 mættir unnið við það sama og undanfarna daga..

Fimmtudagurinn 22.júlí
8 manns mættir, Rok og rigning og ekkert hægt að gera.. mikil óeining innan Einingar um staðarval á “Höllinni”

Föstudagurinn 23.júlí
21 maður mættur. unnið í því að koma Nakka fyrir einnig sem er unnið í því að klára sölubúðir og sviðin..

Laugardagurinn 24.júlí
Met mæting hingað til 24 mættir. Sól og blíða í dalnum og unnið í Nakka, Svið og sölubúðir málaðar. Farið með böndin upp á Blátind (sem notuð eru til að strekkja yfir dalinn frá Blátindi yfir á Molda með skreytingu)

Sunnudagurinn 25.júlí
Góð mæting 25 manns.. Nú er unnið um allan dal í öllum mannvirkjum. Fyrsta mæting hjá fulltrúum “Vita og hafnarmála” (Hópur manna sem hefur sérhæft sig í Vitamálum á þjóðhátíð þ.e að koma upp vitanum góða sem blasir við á hæðinni norðan megin þegar komið er in í dal.

Mánudagurinn 26.júlí
hvorki fleiri né færri en 33 mættir (+22 sem mættu úr bænum í kakó sem voru að vinna á vegum þjóðhátíðanefndar við ýmis verkefni) Sjoppan, stóra sviðið byrjað að huga að veitingartjaldinu. Boðið var upp á kakó og pönnukökur af nokkrum konum úr Tý.

Þríðjudagurinn 27.júlí
32 mættir og aðeins 4 dagar í þjóðhátíð. unnið við hljóðskúr í brekkunni. Vitaverðirnir á sínum stað (aðallega að undirbúa bæklingagerð og veisluhöld sem fara fram 29.júlí) Veitingartjaldi sett upp og farið er að huga að WC málum (og ekki veitir af)

Miðvikudagurinn 28.julí
36 mættir og enn æsist leikurinn, tjalddúkur settur ofan á brúnna, málað um allan Herjólfsdal, unnið við hljóðskúr og göturnat fyrir hústjöldin mældar og merktar.

Fimmtudagurinn 29.júlí
34 menn mættir síðasta kvöldið fyrir þjóðhátíð!!! Lokahnykkurinn og allt á fullu, unnið við að klára ýmis mál fram á nótt..
Vita-og hafnarmál buðu upp á veitingar og dreifðu bæklingi þar sem almennar reglur fyrir vita - og hafnarmál voru kynntar. "veitingarnar í ár voru óvenjuglæsilegar, þ.m.t skúffuterta og öl og aðrar guðsveigar einnig Vitasalat a la Ritzkex. Teitið hófst kl:23:30 með flugeldasýningu. Einingarmenn orðnir sáttir um staðarval og útlit.

Föstudagurinn 30.júlí
15-20 manns mættu í morgunsárið við lokundirbúning, flaggað, hreinsað af svæðinu ýmislegt dót..
Mjög gott veður og hátíðin hefst..

Laugardagurinn 31.júlí
Mjög gott þjóðhatíðarveður

Sunnudagurinn 1.ágúst
Rigndi í 20 mín, haglél og svo þrumur og eldingar og jafnvel smá snjór kom.. annars varð svo gott veður..

Mánudagurinn 2.ágúst
Byrjað að hreinsa Herjólfsdal Kl:10:00 voru nokkrir byrjaðir að hreinsa um miðnætti var hreinsunarstarfi lokið þegar hvað flest var við hreinsun var um 50 manns. slæm umgengni var í dalnum og mikið drasl..

Þriðjudagurinn 3.ágúst
Byrjað að taka niður mannvirkin og því var lokið 10 ágúst..

Alls voru skráð niður 54 nöfn við störf í dalnum og þar er ekki talið með þeir sem unnu við: brennusöfnun, rafmagnsmál, pípulagnir, málaraskreytingar og teikningar, svo og framlag þjóðhátíðarnefndar eða fók sem var að rukka í dalinn..
Miðað við 500kr á tímann verkamannalaun á þessum tíma og miðað við vinnuframlag hvers og eins , hve oft viðkomandi mætti í dalinn (miðað við 4 klst á kvöldi) má lauslega áætla að vinnuframlag þessa sjálfboðaliða (fyrir utan rafvirkja, pipara, brennupeyja, þjóðhátíðarnefnd og rukkara og.fl.) hafi verðmæti verið um 1 milljón króna..samtals á þessi hópur um 1765 vinnustundir á bak við sig..
Grein er eftir ÞoGu

það er ljóst að það er gríðarlega mikið lagt í þessa yndilslegu þjóðhátíð og svakalegt lottó sem ÍBV tekur þátt í en sem betur fer er það alltaf pottþétt að það eru rúmlega 8000 manns sem mæta.. gott betur en það.. =)
sjáumst á þjóðhátíð 2002!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!