Mistress Barbara 8. maí MISSTRESS BARBARA - Drottning Technosins

Eftir mjög vel heppnað opnunarkvöld heldur ElektroLux klúbburinn áfram göngu sinni. Næsti gestur klúbbsins er ítalska techno-bomban Misstress Barbara.

Misstress hóf feril sinn sem trommari í pönk- og rokkböndum á níunda áratugnum en sneri sér að plötuspilurunum um miðjan tíunda. Stjarna hennar reis hratt og hún var fljót að skapa sér nafn sem einn allra besti techno snúður heims. Hún hefur gefið út nokkra frábæra mixdiska, nú síðast var það Relentless Beat, Volume 2.

Gagnrýnendur höfðu meðal annars þetta að segja:

„Following in the steps of such pioneering female DJs as Sandra Collins, DJ Rap, and DJ Irene, Misstress Barbara's latest release, Relentless Beats, Volume 2, places her among the elite.“ – Dance Music Review.


Þó hún sé þekkt sem grjótharður techno-snúður segist hún eiga sér fleiri hliðar. Heima hjá sér hlustar hún t.d. mest á Jazz, Bossa Nova og aðra Latin tónlist og aðspurð um þann tónlistarmann sem hún hefur orðið fyrir mestum áhrifum af nefnir hún Madonnu.

Það er líklega þess vegna sem Misstress er fræg fyrir að yfirfæra áhrif úr öðrum tónlistartegundum inn í Techno blöndu sína og á kvöldunum hennar fara meira að segja mestu andstæðingar Techno-tónlistarinnar að dansa.

Þeir ráða ekki við sig og lenda í seiðandi galdri drottningarinnar.

Við eigum s.s. von á góðu og allir unnendur góðrar danstónlistar geta ekki látið þá ítölsku framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram daginn fyrir uppstigningadag, miðvikudaginn 8. maí, á Gauk á Stöng.

Það eru þeir félagar Grétar G. og Bjössi B. sem hita upp.