Í einu orði.. FRÁBÆRAR!
Hef farið þangað tvisvar sinnum og skal segja þér frá því..
Við höfum alltaf farið á Miðvikudegi, dálítið af fólki sem fer þá. Förum með Herjólfi og þar eru sko aðal djammararnir, til í slagin og byrjuð að djamma og djúsa. Mar blandar geði við þá sem mar hafði kynst áður og reynir svo að blanda geði við ný andlit! Svo þegar í dalin er komið, tjaldar mar og drekkur, eitt og eitt tjald hér og þar og útum allt! Mar djammar auðvitað eins og brjálæðingur þá og fer og kynnist stuðboltunum sem mættu á miðvikudeginum eins og við. Hvítu eyjatjöldin eru svona að rísa hægt og rólega.
Svo fer mar bara að sofa og vaknar svo á fimmtudeginu og þá hafa tjöldunum fjölgað verulega og gríðarleg stemning er komin í dalinn. Hvítu eyjatjöldin eru flest öll komin upp og verið er að prufa græjurnar á stóra sviðinu reglulega! Geymslugámurinn opnar, þar sem mar getur farið með dótið sitt og látið geyma það á öruggum stað svo mar þurfi ekki að geyma það í tjaldinu sínu. Um kvöldið er síðan húkkaraballið. Þar geta þeir sem vilja farið og reynt að næla sér í eitthvern fyrir helgina eða bara til að hafa gaman af!
Síðan þegar mar vaknar á föstudeginum… VÁTSÍ! *unaðshrollur* þá eru allir að koma, Bekkjarbílarnir koma inní dalin með tónlistina í botni og fulltaf nýju fólki að koma! Allt er orðið tilbúið og stemning er brjáluð! Síðan er hátíðin sett, barnadagskrá og eitthvað gaman. Sjoppurnar opna ásamt matartjaldinu og svona. Um kvöldið er svo Þjóðhátíðarlagið frumflutt og eftir það er bara dansiball, gaman gaman, Svo um miðnætti er svo brenna á fjósakletti! Síðan eftir það er bara geðveik stemning alla nóttina. Sumir djamma alla nóttina aðrir hvíla sig aðeins.. Mér þykir það oftast best, svo ég nái nú að endast allan tíman. Fær sér nokkra tíma svefn og vaknar svo aftur á laugadeginum, skreppur kanski aðeins niður í bæ til að fá sér eitthvað að borða eða bara skoða!
Síðan nær mar sér í bekkjabíl og brunar niðrí dal, þar sem eitthvað af fólkinu er að fara á fætur og hinir eru löngu byrjaðir að djamma og aðrir hafa bara ekkert stoppað!
Enn er fólk að hrúast inní dalinn! Og alltaf er stemning í hámarki. Skemmtanirnar eru löngu byrjaðar og fólk er útum allt! Um kvöldið er svo gríðarleg stemning og dansiball alla nóttina! Geri aðrir betur!
Á sunnudeginum vaknar mar, hress að vanda og mikið meira en til í slagin! Soldið leið yfir því að þetta sé síðasti dagurinn en aftur á móti þvílík tilhlökkun, því kvöldið í kvöld er það besta! Um kvöldið er nefnilega Brekkusöngurinn! Hápunkturinn! Þar tekur Árni Johnsen sig til og syngur nokkur vel valin eyjalög við hliðina á smá báli! Allir þjóðhátíðargestir eru samankomnir í brekkuna og syngja svo hátt með Árna að dalurinn nötrar! Þvílík brjálæðisstemning! Í lok brekkusöngsins kveikja svo björgunarsveitirnar á rauðumblysum sem lýsa upp alla brekkuna! Það er geðveikt! Síðan er flugeldasýning og kveikt er í brennunni! Síðan er bara tjúttað allanóttina og þar til mar fer heim!
Á mánudeginum þegar mar vaknar eru flestir farnir og restin er að tíja sig í burtu, ég fæ mér aldrei miða heim svona snemma vegna þess að ég vil ná taka síðasta deginum rólega.. drekka restina af áfenginu mínu (ef það er eitthvað) skoða dalin allan í rusli og tóm tjöld útum allt og eyjamenn að tína saman ruslið! Síðan tekur mar saman dótið sitt og fer niðrí bæ og reynir að næla sér í miða í herjólf. stundum tekst það stundum ekki.. Síðan í Herjólfi á leiðinni heim eru flestir steinsofandi en aðrir enn í fullufjöri! Í fyrra skiftið sem ég fór svaf ég í glugganum alein við hliðina á fulltaf ókunnugu fólki.. Öllum er sama.. Á meðan var eitthver strákur að spila á lítin gítar fyrir fólki sem enn var vakandi! Í seinna skiftið svaf ég svo í skóhillu.


Fyrir þá sem ekki vita:
Á staðnum eru <b>Bekkjarbílar</b> sem sjá um það að keyra fólk í og úr dalnum. Kostar eitthverjar 300 krónur í þá. Þar má sko djamma og það er sko ekki verið að spara tónlistina!
Síðan er <b>Björgunarsveit</b> á staðnum sem sér um að fólk sé ekki að fara sér að voða. Og ef mar er orðin soldið þreyttur og “leggst” bara niður þar sem mar stendur, þá kemur sveitin og vekur mann. Ef það virkar ekki þá halda þau á manni í þennan fína gám, sem kallast <b>Dauðagámur</b>, setja mann í voða fína stellingu, til þess að ef manni skildi verða eitthvað óglátt og gubba smá, þá kafnar mar ekki á sinni eigin ælu! Þar eru dýnur á gólfinu svo mar meiði sig ekki ef mar fær að sofa þar. Þvílíkir dýrðlingar þetta fólk sko!
Og svo eru <b>Geymslugámar</b> þarna líka. Þar reyndar má mar geyma dótið sitt sem mar vill ekki geyma í tjaldinu. Mar þarf að borga fyrir það (ca 2000kr) og þau geyma allt fyrir mann og engin annar getur náð í það! Þess vegna er best að geyma allavega áfengið sitt þar. Ekki gaman að vera áfengislaus í eyjum!
Svo er að sjálfsögðu <b>Matartjald</b> á staðnum.. Það ætti nú bara að segja sér sjálft að þar er hægt að kaupa sér mat. Og jú líka bara fara þangað inn með nesti eða bara setjast niður og spjalla!
Síðan eru þarna <b>Sjoppur</b> Þar er verið að selja allt ýmislegt.. Frá blandi uppí hárkollur..
Svo eru ansi margir í <b>búningum</b> þarna, hóparnir mæta í eins búningum svo er búningakeppni einn dagin, man ekki hvaða.. En það er ekkert möst að taka þátt í henni, bara vera í búning :)