Hvert á að fara um Verzlunarmannahelgina? Mitt eina framtíðarplan eins og er, er að komast á Þjóðhátíð í eyjum. Löngu byrjuð að plana það og alles. Hef farið þangað tvisvar og get ekki beðið eftir að komast þangað aftur. Stemningin þar er svo gríðarleg :) Stanslaust djamm og gleði. Tónlistin þar finnst mér nú ekkert merkileg, Tjah auðvitað fyrir utan Brekkusöngin, Hann er bara algjört möst þar sko. Þannig það er eins gott fyrir hann Árna vin minn að mæta. Svo auðvitað syngur mar bara sín eigins lög í góðra vina hópi þarna!
Þeir sem hafa farið þangað skilja hvað ég er meina. Svo eru margir sem fíla þetta engan vegin, vilja miklu frekar fara á Hróarskeldu og eitthvað annað.
Svo ég spyr ykkur, Hvert hafið þið farið um Verslunarmannahelgarnar vanalega og hvert ætlið þið núna? Og afhverju þangað?

115 dagar, 22 klst, 16 min, 44 sek, til Þjóðhátíðar 2002